Þyngdarstjórnunar og sykursýkifóður fyrir hunda | Eukanuba
Þyngdar/sykursýkifóður fyrir hunda

Fullorðinn Eukanuba Sjúkrafóður

Þyngdar/sykursýkifóður fyrir hunda

Helstu kostir

EUKANUBA Veterinary Diets Weight /Diabetic Control for Dogs

Helstu kostir

 • Enginn hraðglúkósalosandi kolvetni með háum sykurstuðli (t.d. hrísgrjón - hjálpar til við að viðhalda eðlilegu glúkósamagni í blóði og insúlínsvörun.
 • Sérstök blanda kolvetna úr dúrru og byggi - kolvetni með lágan sykurstuðul (hæglosandi glúkósi) sem aðstoða við eðlilegan blóðsykur og insúlínsvörun.
 • Sérstök blanda trefja sem gerjast (FOS 1%, rófuhrat 4%, arabískt gúmmí 1,2%) - hjálpar til við að stjórna glúkósaframboði innan líkamans.
 • Karboxýmetýlsellulósi (CMC 0,92%) - umbreytir seigju meltrar fæðu og hjálpar til við stjórn á framboði glúkósa til líkamans
 • Lág orkuþéttni og skert fita (46% minni en í EUKANUBA Adult Medium Breed) og viðeigandi magn dýraprótíns - aðstoðar við að halda ákjósanlegri þyngd og við að viðhalda vöðvamassa til að styðja við heilbrigða líkamssamsetningu (fita á móti vöðvum)
 • L-karnitín - styður við fitubrennslu.
 • Þyngdartaps og viðhalds fóðrun - veitir þér hámarks sveigjanleika til að geta stjórnað þyngdartapi hundsins þíns ásamt því að viðhalda kjörþyngd hans.
 • Hágæða dýraprótein – hjálpar til við að viðhalda vöðvamassa.
 • Sérstillt hlutfall Omega-6 og Omega-3 fitusýra - hjálpar til við að sefa stífleika í liðum.
 • E-vítamín – andoxunarefni til að styðja sterkar náttúrulegar varnir.
 • Rófuhrat - miðlungs gerjanlegar trefjar sem framleiða bútýrat en það er stutt fitusýra sem frumurnar í ristlinum kjósa helst sem orkugjafa. Hjálpar við að viðhalda heilbrigðri meltingu og ákjósanlegri áferð hægða.
 • FOS (fructooligosaccharides) - eru trefjar sem fæða góðgerla sem styðja við heilbrigða meltingu og við upptöku næringarefna.
 • DentaDefense - til að minnka uppsöfnun tannsteins um allan munn á meðan á máltíð stendur og eftir.