Verðlaunaðir írskir setar | Eukanuba

Verðlaunaðir írskir setar

ræktandi

Sögur

Nafn ræktanda: Braidmount

Staðsetning: Edinborg

Mona Hunter og Will Brown hafa mikla þekkingu á og ástríðu fyrir að rækta og sýna írska seta. Mona hefur verið að sýna síðan 1992 og Will síðan á 6. áratugnum.

Írskir setar eru stórkostlegir hundar: elskulegir, fallegir og glæsilegir. Þeir eru svo auðþekkjanlegir á ríkulegum kastaníubrúnum silkikenndum feldinum, einkenni sem þarf að vera í fullkomnu ástandi á sýningum.

Ferðalag Braidmount með EUKANUBA

Þau skiptu yfir á EUKANUBA fyrir þónokkrum árum og hafa verið mjög ánægð með árangurinn.

"Það heldur hundunum okkar í frábæru ástandi. Frábær líkamsstaða og vöðvar, í góðu jafnvægi þyngdarlega séð og hjálpar til við að halda feldinum þeirra í fullkomnu ástandi".

Árangurinn segir allt. Síðan þau hófu að gefa EUKANUBA hafa þau náð frábærum árangri með tvær af tíkunum sínum, Braidmount Geisha Girl og Fairhaven Louise Mountbatten at Braidmount sem hafa unnið sér inn 31 og 22 meistarastig hvor á virtum hundasýningum. Þau eru eðlilega stolt af þessum árangri.

"Ég er þess fullviss að EUKANUBA spilar hlutverk í því að halda setunum okkar í ástandi sem þeir vinna í" sagði Mona.

Þau hafa einnig ræktað tvö got síðan þau hófu að gefa EUKANUBA. Hvolparnir hafa fengið EUKANUBA Puppy Medium hvolpafóður fyrir hunda í miðstærð með frábærum árangri: 

"Bæði gotin voru lofandi, lífleg og vel byggð - EUKANUBA Puppy hvolpafóðrið veitir þeim frábæra byrjun á lífinu og hjálpar þeim vonandi að gefa af sér marga meistara í framtíðinni".

Bestu ráð ræktandans:

  • Gefðu gæða fóður og haltu þig á því. Hvolpar og ungir hundar eru stundum dyntóttir þegar kemur að fóðri en það mikilvægasta er að vita að það sem þú ert að gefa uppfyllir næringarlegar þarfir þeirra.