Þef hunda | Eukanuba

Vísindin á bakvið þefið

Hundar nota þefskynið til að skilja heiminn í kringum sig, þefskyn þeirra er mun þróaðara en okkar. Á meðan nef manneskjunnar er með 5 milljón lyktarmóttakara geta hundar haft upp að 300 milljónum - það er þeim rétt eins mikilvægt eins og sjónin er okkur.

Gönguferð um opið svæði með félaganum gæti innihaldið tugi upplýsingapunkta, sem gefa til kynna hvort aðrir hundar hafi verið á svæðinu, heilsu þeirra ásamt fólksins sem býr með þeim.

Að hafa stjórn á þefinu

Þú getur ekki komið í veg fyrir að hundurinn þinn þefi. Þeir eru náttúrulega forvitnar verur og þef er þeirra leið til að "sjá" heiminn í kringum sig. Hinsvegar geta hundar stundum þefar af óviðeigandi stöðum og getur það valdið vandræðagangi, eins gæti hundurinn þinn verið of auðveldlega afvegaleiddur af spennandi lykt í daglegu göngunni ykkar. Hér eru nokkrur atriði sem má nota til þess að halda þessu í lágmarki:

  • Dragðu athyglina frá með nammi, snertingu eða dragðu tauminn inn.
  • Grunnskipanir eins og "sestu" eða "kjurrt" geta hjálpað hundinum þínum að skilja að hegðunin er óæskileg. Hafðu alltaf með nokkra matarbita eða holla nammibita til þess að styrja rétta hegðun hjá hundinum.
  • Búrvendu hundinn þinn svo hann sé sáttur við að vera ekki fyrir þegar þú býður heim fjölskyldu og vinum.
  • Veittu hundinum fullt af hreyfingu fyrir viðburðinn svo hundurinn verði þreyttur og hafi ekki jafn mikla þörf fyrir að þefa.

Ættu hundar að vera með blautt trýni?

Ekki endilega! Trýni hunda eiga það til að vera blaut þar sem þeir sleikja á sér trýnið. Það hjálpar lyktarskyninu og þýðir að þeir eiga auðveldara með að greina hvaðan lykt berst en það er ekki endilega merki um almenna heilsu hundsins og það að vera með þurrt trýni ætti ekki að valda áhyggjum.

Ef þú hefur af einhverjum ástæðum áhyggjur af heilsufari hundsins þíns er best að fara með hann til dýralæknis til þess að fá álit sérfræðings.