Tannhirða hunda: Hvernig skal halda tönnum hundsins heilbrigðum | Eukanuba

Að halda tönnum hundsins heilbrigðum

Að hugsa um tennur hundsins þíns er mikilvægur hluti þess að halda þeim í ákjósanlegu líkamsástandi. Um það bil 85% hunda sýna einhver tannvandamál fyrir þriggja ára aldur 1, svo það að hugsa um tennurnar þeirra er rétt eins mikilvægt og að sinna öðrum sýnilegum merkjum heilsu.

Tannhirða Fyrir Hvolpa

 

Að fóðra hundinn þinn á þurrfóðri hjálpar til við að halda tönnunum hreinum en það er mjög mikilvægt að þú hjálpir hundinum við tannhirðu frá unga aldri með því að venja hvolpinn við tannburstun. Hvolpar byrja að fá fullorðinstennurnar um sex mánaða aldur en að venja þá við burstun fyrr mun gagnast þér og hvolpinum síðar.

Byrjaðu varlega, bara með því að venja hvolpinn við að slaka á þegar þú kemur svona nálægt. Þú þarft ekki einu sinni að nota hunda tannbursta eða hundatannkrem á þessu stigi, notaðu bara fingurgómana til þess að nudda tennur og góma hvolpsins varlega svo hann venjist snertingunni og tilfinningunni. Þegar hann er vanur þessu getur þú fært þig upp í tannbursta og síðan sérstakt hundatannkrem. Aldrei má nota tannkrem fyrir fólk þar sem flest innihalda flúor sem er eitrað fyrir hunda. Reyndu að hreinsa tennur hundsins daglega en ef það næst ekki þá skaltu stefna á tvisvar í viku þar sem það hjálpar samt hundinum að halda munninum heilbrigðum.

Ef það lærist snemma verður tannburstun ekkert mál fyrir hundinn þinn í sinni daglegu rútínu og mun veita góðan grunn fyrir heilbrigðum tönnum og gómum eftir því sem hann þroskast.

Að fá fullorðinstennurnar

Flestir hvolpar missa hvolpatennurnar á milli þriggja og sex mánaða aldurs og á þessum tíma þarf hann að búa við smá óþægindi rétt eins og barn í tanntöku. Það að tyggja getur minnkað sársaukann svo reyndu að halda tyggileikföngum að hvolpinum sem geta hjálpað.

Þegar hvolpurinn þinn nær sex mánaða aldri ættu hvolpatennurnar 28 að vera farna og komnar þeirra í stað 42 fullorðinstennur. Dýralæknirinn þinn fylgist með því að allar hvolpartennurnar séu farnar og að fullorðinstennurnar séu komnar í árlegri heilsufarsskoðun.

Að Hugsa Um Fullorðinstennurnar

Like us, dogs get the same plaque and tartar issues caused by bacteria that can lead to gum disease bad breath, tooth loss, eating difficulty and other potentially serious health conditions. and bad breath. Plaque is a soft, cream coloured film containing bacteria that forms on teeth and below the gum line. It becomes tartar when minerals in the saliva interact with it forming hard yellow or brown deposits.

Bestu leiðirnar til þess að forðast tannsjúkdóma eru forvarnir, það er bara svo einfalt. Fyrirbyggjandi skref heimavið eru nauðsynleg til þess að tryggja viðhald heilbrigðra tanna í þínum hundi.

Við mælum með T-unum 3 í tannhirðu:

  • Tannburstun á hverjum degi – ð bursta tennur hundsins er mjög skilvirk leið til þess að fjarlægja skán af tönnum hundsins. Helst skyldi bursta daglega en ef það gengur ekki þá að minnsta kosti einu sinni í viku.
  • Tannskoðun – Við mælum með að láta dýralækni skoða tennur hundsins á 6-12 mánaða fresti.
  • Tannvænt fóður – Að fóðra hund á þurrfóðri er betra en blautfóður þar sem stökkir bitarnir hjálpa til við að skafa og losa um tannskán á tönnunum. Það eru einnig til nagbein og leikföng í verslunum sem geta aðstoðað þig við að halda tönnum hundsins hreinum.

EUKANUBA hundafóður* fer með sérstakt form á bitunum sem ásamt DentaDefense tækninni hjálpar við að halda tönnum hundsins hreinum og heilbrigðum.

Heimildir:

1 Wiggs RB. Periodontal disease in age categories of dogs and cats. 11th Am Vet Dental Forum, Denver, Co, USA, 1997: 143-144
*Fyrir utan EUKANUBA hvolpafóður