Styddu við ónæmiskerfi hundsins | Eukanuba

Hvernig styðuru ónæmiskerfi hundsins

Sumt fólk tekur daglega vítamín eða bætiefni með það að markmiði að styrkja ónæmiskerfið til þess að auðvelda þeim að takast á við sjúkdóma en hvað þurfa hundar til þess að viðhalda sterku ónæmiskerfi og til þess að tryggja að þeir haldist í ákjósanlegu líkamsástandi?

Þegar þeir fæ´ðast hafa hvolpar mjög veikt ónæmiskerfi, innan sólarhrings frá fæðingu fá þeir kraftmikil og verndandi mótefni úr móðurmjólkinni en hún kallast broddur. Þetta veitir ónæmiskerfinu vörn fyrstu vikur lífsins. Fullorðinn hundur hefur milljarða ónæmisfruma í blóðinu en fyrstu 3 til 4 mánuði lífsins er ónæmiskerfið ennþá að þroskast.

Að gefa hágæða hvolpafóður  getur stutt við ónæmiskerfi ungra hvolpa á þessum mikilvæga tíma og byggt góðan grunn fyrir langt og heilbrigt líf.

Allt um andoxunarefni

Andoxunarefni, bæði þau sem líkaminn framleiðir og þau sem fást úr fæðu eru mikilvægur hluti ónæmiskerfisins. Andoxunarefni gegna mikilvægu hlutverki því þau einangra eða óvirkja sindurefni. Sindurefni eru framleidd af hundinum í eðlilegum og nauðsynlegum efnaskiptum og í nokkrum sértækum ónæmisviðbrögðum en umframframleiðsla sindurefna getur verið skaðleg.

Sindurefni eiga þátt í öldrunarferlinu og er talið að þau séu hluti orsakavalda sjúkdóma eins og gigtar og krabbameins. Nokkur andoxunarefni sem er gott að leita eftir þegar þú velur fóður fyrir hundinn þinn eru E- og C-vítamín, beta-karótín, sink og selen. E-vítamín sérstaklega hjálpar til við virkni ónæmiskerfis og minnkar skaða á ónæmisfrumum í hundum.

Fæða fyrir góðgerla

Ónæmiskerfi hundsins hefur sterk tengsl við meltinguna og hversu vel hundurinn vinnur úr því sem hann étur, svo það að halda meltingarkerfi hundsins heilbrigðu gæti á móti hjálpað honum að verjast ákveðnum veikindum.

Ásamt hæfilegu magni af trefjum er fæða fyrir góðgerla nauðsynleg til að viðhalda heilbrigðri meltingu, leitaðu því eftir fóðri sem inniheldur fæðu fyrir góðgerla eins og FOS (fructooligosaccharides) sem hjálpar til við vöxt góðra baktería í þörmunum.

Að halda hundinum þínum heilbrigðum

Með sérfræðiþekkingu á næringu sem nær aftur til 1969 inniheldur EUKANUBA hundafóður alla þá næringu sem hundurinn þinn þarfnast til þess að hjálpa sér að viðhalda heilbrigðu ónæmiskerfi.