Að snyrta köttinn þinn

Þó kettir séu góðir í að snyrta sig sjálfir þurfa þeir aðstoð við að viðhalda hreinlæti, heilsu og fegurð.

NYTSAMLEG ÁHÖLD

Þessi áhöld geta gert snyrtinguna auðveldari:

 • Vír og pinnabursti
 • Tvíhliða málmgreiða
 • Snyrtihanski
 • Kattasjampó
 • Klóaklippur fyrir ketti
 • Tannkrem og bursti fyrir ketti
 • Eyrnahreinsir
 • Bómull

Sjampó, naglaklippur og tannkrem fyrir manneskjur getur skaðað köttinn þinn. Notaðu aðeins snyrtiáhöld og efni sérstaklega ætluð fyrir ketti til þess að forðast slæm viðbrögð og skaða.

AÐ BURSTA FELDINN

Haltu kettinum þínum glæsilegum með því að bursta hann og greiða reglulega.

Skref 1: Byrjaðu á höfði og hálsi með grófari hlið greiðunnar. Greiddu niður líkamann með hárunum.

Skref 2: Fylgstu sérstaklega vel með eftirfarandi svæðum þar sem flækjur myndast oftast: bakvið eyrun, undir fótunum og við rass.

Skref 3: Greiddu aftur yfir köttinn, skiptu á milli gróftennta hluta greiðunnar og fíntennta eftir þörfum. Greiddu þar til þú finnur engar flækjur og þú hefur safnað upp öllum lausu hárunum.

Ráðleggingar fyrir burstun

 • Til þess að losa um stórar flækjur er best að toga þær varlega í sundur og greiða þær svo úr og gæta þess að meiða ekki köttinn.
 • Fyrir snögghærðar tegundir er best að nota bursta með frekar stuttum stífum hárum eða pinnum sem ertir ekki húðina eða nota greiðu með þéttum og stuttum pinnum. Burstaðu eða greiddu kettinum á þriggja til fjögurra daga fresti.
 • Fyrir síðhærðar tegundir er best að nota greiðu til að fjarlægja dauðu hárin úr undirfeldinum en þau valda oft flækjum.
 • Köttur sem er burstaður reglulega og oft mun ekki þurfa fara oft í bað.
 • Að hugsa um feld kattarins hjálpar þér að hafa stjórn á óhóflegu hárlosi.

BÖÐUN

Skref 1: Bleyttu köttinn varlega með vatni sem er nálægt líkamshita hans.

Skref 2: Nuddaðu köttinn varlega með sjampói sem er ætlað köttum. Hreinsaðu vel þar til allt vatnið rennur glært. Þegar vatnið er glært skaltu hreinsa einu sinni enn. Jafnvel smá afgangar af sjampói geta valdið freyðingu þegar kötturinn fer að þrífa sig. Gættu þess að ekkert fari í augun sem getur valdrið sársaukafullri ertingu.

Skref 3: Vefðu köttinn inn í handklæði og reyndu að þurrka hann eins vel og hægt er, notaðu síðan hárþurrku stillta á lágan hita.

Ráðleggingar FYRIR BÖÐUN

 • Til þess að minnka líkur á flækjum í síðhærðum og miðlungssíðum köttum greiddu þá í gegnum feldinn á meðan þú þurrkar þar til hann er alveg þurr. Stutthærða ketti má loftþurrka.
 • Hafðu allt tilbúið við höndina áður en þý hefst handa: kattasjampó, næring, mjúkt handklæði og hárþurrka. Gættu þess að kötturinn nái ekki til svo hann grípi ekkert.
 • Vaskur í mittishæð eða bað með stamri mottu er besti staðurinn til að baða köttinn þinn.
 • Böðun hjálpar til við að hafa stjórn á flösu sem getur dregið úr ofnæmiseinkennum.

umhirða klóa

Þó að klippa þurfi klær kettlinga vikulega þarf aðeins að klippa klær fullorðinna katta aðra hverja viku.

Skref 1: Taktu köttinn í fangið og snúðu andliti hans frá þér.

Skref 2: Taktu um tærnar á milli vísifingurs og þumals sem mun draga út klærnar. Haltu kettinum varlega og talaðu mjúklega til þess að róa hann.

Skref 3: Klipptu klærnar varlega með kattaklippum og gættu þess vel að klippa ekki í viðkvæma kvikuna (svæði með holdi sem inniheldur blóð og taugar inni í klónni). Fjarlægðu aðeins oddinn

RÁÐLEGGINGAR FYRIR KLÓAKLIPPINGU

 • Ekki nota naglaklippur fyrir fólk á köttinn, þær geta klofið klærnar.
 • Ef kötturinn þinn berst sífellt á móti klóaklippingu getur þó bókað tíma hjá kattasnyrti eða dýralækni.