Óviðeigandi úrgangslosun katta | Eukanuba

Óviðeigandi úrgangslosun katta

Fyrir eiganda kattarins getur það verið mjög pirrandi að kötturinn virðist ekki læra leiðina að kattaklósettinu. Það eru margar ástæður fyrir því að kötturinn notar ekki kattakl´ósettið. Ef þú notast við yfirvega og rökrétta nálgun til þess að greina orsökina og vinna í vandamálinu þeim mun meiri líkur eru á árangri.

Óviðeigandi úrgangslosun

Óviðeigandi úrgangslosun er að hafa þvaglát eða hægðir á hvaða yfirborð sem er utan kattasandskassans. Þetta gerist oft þegar eitthvað við kattasandkassann er kettinum ekki þóknanlegt. Að finna út nákvæma orsök er mjög mikilvægt og getur krafist íhugunar. Þú þarft að reyna finna út allar þær breytingar sem hafa átt sér stað á svipuðum tíma og vandamálið hófst sem gætu verið að valda vandanum.

Mögulegar ástæður fyrir óviðeigandi úrgangslosun

 • Læknisfræðileg vandamál (sýking í blöðru, meltingartruflanir, hægðatregða)
 • Kattasandkassinn ekki þrifinn nógu oft
 • Tegund sands (áferð eða lykt) er kettinum ekki þóknanleg
 • Kassinn er staðsettur þar sem er of mikill umgangur
 • Kettinum var strítt eða hann hræddur nærri kassanum
 • Kassinn er of nálægt matarskálinni
 • Kvíði (langar fjarvistir eiganda, refsing, ný gæludýr, nýtt barn)

Gæti það verið læknisfræðilegt?

Margvísleg læknisfræðileg vandamál geta leitt til óviðeigandi úrgangslosunar. Allar leiðréttingartilraunir eru dæmdar til að mistakast ef um er að ræða læknisfræðilegt vandamál sem er ekki greint og meðhöndlað.

Einkenni gætu verið:

 • Aukin tíðni þvagláta
 • Losun á miklu magni þvags
 • Áreynsla eða óþægindi við losun
 • Blóð í þvagi
 • Niðurgangur eða hægðatregða

Ef kötturinn þinn sýnir einhver þessara einkenna skaltu fara með hann sem fyrst til dýralæknis.

Er vandamálið með kattasandskassann?

Kettir geta verið mjög vandlátir með kattasandskassann sinn og með því að prófa neðangreint gætir það hjálpað til við að vinna á vandanum. Hér eru nokkur ráð sem má nota til þess að hvetja köttinn til að nota kassann sinn:

 • Þrífðu kattasandskassann oftar
 • Til þess að aðstoða smeykan kött er best að færa kassann af svæði þar sem er mikill umgangur yfir á rólegra svæði á heimilinu - til dæmis í þvottahús eða rólegt horn.
 • Þar sem búa fleiri en einn köttur getur hjálpað að vera með einn kassa fyrir hvern kött plús einn í viðbót að auki.
 • Gættu þess að þrífa mjög vel þau svæði þar sem kötturinn hefur losað sig áður. Að takmarka aðgengi kattarins að þessum svæðum hjálpar þeim að læra nýju reglurnar.

Hvernig skal forðast merkingar

Merking er þegar köttur bakkar upp að uppréttu yfirborði og beinir þvagi í átt að því. Þetta er merkjandi hegðun. Merkingar geta komið upp þegar:

 • Kötturinn telur svæðinu sínu ógnað
 • Kötturinn verður kvíðinn
 • Nágrannakettir koma í heimsókn eða of margir kettir eru á heimilinu

Að láta gelda köttinn eða senda í ófrjósemisaðgerð getur hjálpað til við að hafa stjórn á þessari þörf en ef vandamálið viðhelst skaltu biðja dýralækninn þinn um ráðleggingar.

Hrósa ekki refsa

Refsing skilar sjaldnast árangri og getur gert vandamál erfiðari viðureignar, sérstaklega ef refsingin er harkaleg eða kemur seint. Ekki má undir neinum kringumstæðum slá til eða refsa kettinum þínum líkamlega. Til dæmis er það að nudda trýni kattarins upp úr svæðinu þar sem var merkt óskilvirkt og getur aukið vandann. Öll harkaleg meðhöndlun á kettinum sem fylgir svo að vera settur í kattasandkassann getur orðið til neikvæðrar tengingar við kassann.

Ef þú stendur köttinn að verki við að losa sig á óviðeigandi stað gefðu frá þér hátt hljóð til þess að trufla hann. Hrósaðu vel með lofi og nammi þegar kötturinn sýnir æskilega hegðun.