Næring katta og heilbrigð húð og feldur

Húð og feldur kattarins eru mjög nauðsynleg heilsu hans. Sem stærsta líffærið í líkama þeirra ver það köttinn þegar hann er úti í skoðunarferðin og heldur á honum hita yfir kaldari mánuðina.

Hárið í feldinum er samsett nánast einungis úr prótíni. Ef fóður kattarins inniheldur ekki viðeigandi magn og gæði prótíns getur hann farið að missa feld, hann farið að verða þurr, veikur og brothættur.

Hvers vegna er næring mikilvæg húð og feldheilsu?

Prótín finnst bæði í innihaldsefnum úr dýraríkinu og úr jurtaríkinu. Prótín úr dýraríkinu innihalda allar þær amínósýrur sem eru nauðsynlegar köttum á meðan prótín úr jurtaríkinu getur innihaldið aðeins hluta þeirra. Kettir þurfa dýraprótín til þess að ná kjörheilsu. 

Fitu má einnig finna bæði í innihaldsefnum úr dýra- og jurtaríkinu. Þær eru hluti húðfrumna og fitusýra. Það eru tvær gerðir nauðsynlega fitusýra fyrir feld og húðheilsu. Línólsýra viðheldur húð og feldi í köttum. Án nægrar línólsýru geta kettir fengið mattan, þurran feld, hárlos, feita húð og auknar líkur á húðbólgum. Kettir þurfa einnig arakídónsýru fyrir eðlilega húð og feldheilsu. 

Báðar eru þetta Omega-6 fitusýrur og finnast í vef dýra eins og kjúklingafitu og í jurtaolíum (maís og sojabauna). Þrátt fyrir þetta inniheldur flest kattafóður meira en nóg af Omega-6 fitusýrum. Vegna þess að þessar fitusýrur geta umbreyst í efnasamband sem ýtir undir húðbólgur er mikilvægt að hafa í jafnvægi í fóðrinu á magni Omega-6 og Omega-3 fitusýra sem stuðla ekki að húðbólgum. 

Omega-3 fitusýrur má finna í fiskimjöli og í sumum plöntum eins og hör. 

Rannsóknir næringarfræðinga EUKANUBA hafa sýnt fram á það að sameina fitugjafa í fóðri í hlutfallinu 5-10 Omega-6 fitusýrur á móti 1 Omega-3 fitusýru skilar frábærri húð og feldheilsu.

VÍTAMÍN OG STEINEFNI

Vítamín og steinefni eru nauðsynleg fyrir myndun heilbrigðrar húðar og felds. Besta leiðin til þess að veita þessi næringarefni er í gegnum heilstætt og vel samsett fóður sem inniheldur hæfilegt magn nauðsynlegra vítamína frekar en í gegnum fæðubótarefni.

Vítamín eða steinefni Mikilvægt fyrir heilsu húðar og felds
A-vítamín Nauðsynlegt fyrir vöxt og viðhald húðar
E-vítamín Ver húðfrumur gegn oxunarskemmdum
C-vítamín Hjálpar sárum að gróa
Bíótín Hjálpar til við nýtingu prótína
Ríbóflavín (B2) Nauðsynlegt fyrir efnaskipti fitu og prótína
Sink Nauðsynlegt fyrir efnaskipti fitu og prótína
Kopar Hefur áhrif á vefi, litarefni og myndun prótína

BREYTINGAR Á FELDÁSTANDI

Fóður er oft talinn þáttur í því þegar breytingar sjást á húð eða feldástandi. Algengasta orsökin fyrir þessum breytingum er þó árstíð og lífsskeið. Eftir því sem kalda veðrið dregur nær byrja flestir kettir að mynda þykkan feld til þess að halda hita inni og kulda úti. Eftir því sem fer svo að hita byrja þeir að losa sig við þykka feldinn.

Flestir kettlingar fæðast með mjúk hár en eftir því sem þeir eldast vex grófari feldur. Kettlingafullar eða mjólkandi læður gætu einnig sýnt breytingar á feldi eða hárlos.