Prótín, fita og trefjar - lykil næringarefni fyrir heilbrigða ketti

Með svo margar tegundir kattafóðurs á markaðnum getur verið erfitt að vita hvert þeirra er rétta fóðri fyrir köttinn þinn.

Hér eru nokkrar ráðleggingur um hvernig þú getur verið viss um að kötturinn þinn sé að fá rétt magn nauðsynlegra næringarefna úr fóðrinu sínu.

Mikilvægi hágæða prótíns

Ekki eru allir prótíngjafar jafnir að gæðum þegar kemur að því að fóðra köttinn þinn. Kettir eru kjötætur og þurfa mataræði sem er ríkt af fitu og nauðsynlegum næringarefnum sem fást ekki úr jurtaprótíni eins og sojabaunamjöli. EUKANUBA kattafóður inniheldur dýraprótín sem veitir allar þær nauðsynlegu amínósýrur sem kettir þarfnast eins og tárín. Að auki hefur sérstök hreinsun og gæðaprófanir tryggt að við notum aðeins hágæða mjög auðmeltanlega prótíngjafa fyrir auðveldaða meltingu.

Mikilvægi fitusýra

Það eru tvær mikilvægar gerðir fitusýra fyrir ketti – Omega-6 og Omega-3 fitusýrur. Omega-6 fitusýrur sem finnast í kjúklingafitu og korni eru nauðsynlegar fyrir viðhald húðar og felds og fyrir rétta uppbyggingu frumuhimna.

Omega-3 fitursýrur finnast í innihaldsefnum eins og fiskimjöli. Omega-3 fitusýrur hafa meðal annars sannað virkni sýna þegar kemur að blóðstorknun og minnkun á bólgum. Allt EUKANUBA kattafóður inniheldur Omega-6 og Omega-3 fitusýragjafa.

Réttar trefjar

Rannsóknir okkar hafa sýnt fram á að miðlungs gerjanlegar trefjar eins og t.d. rófuhrat styður heilbrigða þarma. Gerjanlegi hluti trefjanna er brotinn niður af þarmabakteríum til þess að búa til stuttkeðja fitusýrur sem eru orkugjafi fyrir frumur þarmanna. Ógerjanlegur hlutinn veitir svo fyllingu fyrir eðlilegar hægðir.

Að nota aðeins mjög gerjanlegar trefar getur valdið vandamálum eins og óhóflegri loftmyndun á meðan það að nota aðeins ógerjanlegar trefjar eins og hnetuhylki getur valdið umfram hægðalosun þar sem þær hafa ekkert næringarlegt gildi.

Rófuhrat má finna í öllu EUKANUBA kattafóðri til þess að styðja við heilbrigða meltingu kattarins.