Leiðbeiningar um fóðrun hvolpa | Eukanuba

Leiðbeiningar um fóðrun hvolpa

Rétt eins og börn hafa hvolpar aðrar næringarþarfir en fullorðnir. Þegar þú velur hvolpafóður sýndu því sömu natni og ef þú værir að velja barnamat fyrir ungbarn til þess að tryggja því besta mögulega upphafið. Næringin sem þú veitir honum núna leggur grunninn að löngu og heilbrigðu lífi.

Að eignast nýjan hvolp snýst um svo margt fleira en bara fóðriðs sem þú gefur honum. Tengslin sem þú myndar við hvolpinn núna munu endast lífið. Að sjálfsögðu muntu þjálfa hvolpinn þinn í réttri hegðun, en umfram allt er mikilvægt fyrir hvolpinn að upplifa ástúð, traust og öryggi á nýja heimilinu og gagnvart fólkinu sem mun verða nýja fjölskyldan hans.

Hvolpurinn hefur verið vaninn af móðurmjólkinni hjá ræktandanum og þarfnast hvolpurinn núna hágæða hvolpafóðurs sem veitir 100% heildstæða og vel samsetta næringu.

Leitaðu að gæða hvolpafóðri

Hvolpafóður í góðum gæðum mun innihalda hátt hlutfall prótíns og fitu, Omega-6 og Omega-3 fitusýrur og úrval vítamína og steinefna til þess að hjálpa hvolpinum þínum að viðhalda ákjósanlegu líkamsástandi. Tegund prótíns er mjög mikilvæg þar sem prótín er byggingarefnið sem styður heilbrigðan vöxt og þroska hvolpsins. Veldu hvolpafóður búið til úr hágæða dýraprótíni eins og kjúklingi, lambakjöti eða fiski.

Við trúum því að hvolpafóður þurfi að innihalda allt neðangreint:

 • Hágæða dýraprótín – til þess að styðja heilbrigðan vöxt og þroska vöðva og beina
 • DHA til að hjálpa hvolpum að læra og verða auðþjálfanlegri
 • Viðeigandi trefjar eins og rófuhrat, og fæðu fyrir góðgerla FOS til þess að stuðla að heilbrigðri meltingu
 • Omega-6 og Omega-3 fitusýrur í jafnvægi fyrir heilbrigða húð og feld
 • E- og C-Vítamín til að styðja heilbrigt ónæmiskerfi

Misjafnar þarfir misstórra hunda

Hvolpar upplifa hraðasta vaxtarskeið ævinnar fyrstu sex mánuði lífsins, þá nota þeir næstum tvöfalda orku miðað við fullorðinn hund samanborið per gramm af líkamsþyngd. Það sem magastærðin er enn að þroskast er mikilvægt að þeir fái næringu sniðna að sínum þörfum og stærð.

 • Extra smáir hunda og smáhundar þroskast hratt og þurfa hátt hlutfall prótíns, fitu og kalks í fóðrinu.
 • Stórir og risavaxnir hvolpar þurfa stýrt hlutfall prótíns og kalks til að stuðla að hægari vexti. Stórir hvolpar geta haldið áfram að stækka til 24 mánaða!
 • Hvolpar í miðstærð falla að mestu á milli þessara viðmiða.

Ráð um fóðrun hvolpa

Þegar þú hefur valið hvolpafóður er gott að hafa þessi ráð í huga til að trygga að hvolpurinn þinn éti vel:

 • Mældu skammtinn rétt Byrjaðu með daglegan skammt sem mælt er með á pokanum og skiptu honum niður í þann fjölda máltíða sem þú ætlar að gefa hvolpinum (einu sinni að morgni og einu sinni að kvöldi).
 • Taktu skálina frá þegar hvolpurinn hefur haft 30 mínútur til þess að éta. Þetta minnkar líkur á offóðrun sem leiðir til óheilbrigðar þyngdaraukningar.
 • Tryggðu að hvolpurinn þinn hafi ávallt aðgengi að fersku vatni og skiptu vatninu reglulega út til að tryggja ferskleikann.    
 • Fylgstu reglulega með þyngd hvolpsins með því að strjúka höndunum eftir hliðunum. Þú ættir að finna fyrir rifbeinunum. Einnig ættir þú að sjá móta fyrir mitti ef þú horfir niður á hundinn að ofan eða frá hlið. Skoðaðu handhægar leiðbeiningar okkur um hvernig er best að halda hundi í ákjósanlegu líkamsástandi.
 • Mundu að alltEUKANUBA hvolpafóður er heilfóður sem er samsett fyrir næringarþarfir hvolpa. Að bæta einhverju við fóðrið getur haft áhrif á upptöku steinefna úr fóðrinu.

Ef þú hefur einhverjar áhyggjur af fóðrun hvolpsins eða þyngd skaltu fara með hann til dýralæknis í skoðun.

Hvenær ættir þú að færa hvolpinn yfir á fullorðinsfóður?

Á fyrstu vikunum og mánuðunum þurfa hvolpar sérstaka næringu til þess að hjálpa þeim að mynda sterk bein og veita þeim næga orku til þess að takast á við allan vöxtinn. Þegar þeir eru svo orðnir fullorðnir er mikilvægt að velja fóðrið þeirra vandlega til þess að hjálpa þeim að byggja á þeim góða grunni sem hvolpafóðrið veitti.

Tíminn sem hvolpurinn verður fullorðinn hundur fer eftir stærð hans. Allir hundar eru misjafnir en eftirfarandi er ágætt viðmið um á hvaða aldri hundar ná fullorðinsaldri:

 • Extra smáir hunda og smáhundar, 9-12 mánaða
 • Miðstærðar hundar, 12 mánaða
 • Stórir hundar, 12-15 mánaða
 • Risavaxnir hundar, upp að 24 mánaða

Í tilfellum stórra og risavaxinna tegunda getur þetta þýtt að hundurinn þinn lítur út eins og fullorðinn þegar hann er í raun enn algjör hvolpur með meiri hvolpahegðun en fullorðins!

Að gefa unghundafóður

Við Eukanuba skiljum við að hundar af mismunandi stærð þurfa mismunandi umönnun. Þess vegna höfum við kynnt innDeveloping Junior unghundafóður – en það er millibilsfóður fyrir stóra hunda frá hvolpsskeiði yfir á fullorðinsaldur.

Unghundafóður inniheldur ennþá öll grunnbyggingarefnin sem hundurinn þinn þarfnast, eins og DHA fyrir auðveldari þjálfun og hágæða dýraprótín en hjálpar einnig stærri hundum að viðhalda hægum og stöðugum vaxtarhraða, veitir þeim smá auka hjálpa við að byggja upp sterka liði og vöðva í undirbúningi fyrir líf hins fullorðna.

Hverju skal leita að í fullorðinsfóðri

Hundurinn þinn þarfnast heilstæðrar og vel samsettrar næringar sem uppfyllir allar næringarþarfir hans á komandi skeiði lífsins. Þetta hjálpar honum að viðhalda ákjósanlegu líkamsástandi án þess að veita honum of mikla orku sem gæti leitt til þyngdaraukningar.

Þegar fullorðinsfóður er valið er gott að leita eftir hágæða dýraprótíni ásamt fóðri sem inniheldur kalk til þess að styðja við liði hundsins eftir því sem hann eldist. Hafðu í huga öll þau lykilvítamín sem þú leitar eftir í hvolpafóðri svo sem E- og C-vítamín ásamt Omega-6 og Omega-3 og réttu magni trefja þar sem þau eru mikilvæg allt lífið.

Rétt eins og það að veita reglulega hreyfingu er fjárfesting í hágæða fóðri eitt það besta sem þú getur gert til að hjálpa hundinum þínum að lifa löngu og heilbrigðu lífi.