Hundanámskeið og tímar | Eukanuba

Hverju á að leita eftir í hvolpanámskeiði

Flest okkar hjá EUKANUBA höfum sótt hvolpanámskeið á einhverjum tímapunkti. Gott námskeið er skemmtilegt, nytsamlegt og áður en þú veist af verður hvolpurinn þinn hlýðinn og fer að hlýða hverri skipun...eða næstum hverri skipun.

Hér er það sem á að leita eftir í námskeiði og hvernig þú getur fundið námskeið nálægt þér.

Hvað námskeiðið ætti að ná yfir

Skipulagðir hvolpatíma geta styrkt þá þjálfun sem þú hefur kennt heima og tryggt að þú gleymir engu mikilvægu. Ítarlegt námskeið tekur eins langan tíma og þarf fyrir hvolpinn þinn (yfirleitt um tvo mánuði) og fer yfir:

  • Grunn heilsu
  • Að gera hvolp húshreinan
  • Að hreinsa upp eftir hvolpinn
  • Merkingar og örmerkingar
  • Tannskipti og nag
  • Aðskilnaðarkvíði
  • Umhverfisþjálfun gagnvart fólki og öðrum hundum
  • Grunnskipanir og hlýðniþjálfun
  • Taum- og lausaganga

Hvernig er best að finna frábært hvolpanámskeið

Fyrst er besta að nýta tegnslanetið. Spurðu ræktandann eða dýralækninn þinn eða í gæludýrverslun nálægt þér hvort þau hafi heyrt af góðum námskeiðum og spurðu vini þína sem eru hundaeigendur um þau námskeið sem þau hafa nýtt sér. Spurðu einnig dýralækninn þinn hvort þau skipuleggi sérstök hvolpapartí þar sem er hægt að æfa aðeins og umhverfisþjálfa hvolpinn.

Síðan getur þú leitað að námskeiðum sem samþykkt eru af sveitarfélaginu fyrir niðurgreiðslu gjalda eða eru skipulögð af hundaræktarfélaginu. Þessi tveggja liða leit ætti að veita þér þokkalega hratt tilfinningu fyrir því hvað gæti hentað og hvað ekki í heimi hundaþjálfunar.

Það gæti líka verið gott að fá að heimsækja tíma á námskeiðinu án hvolpsins til þess að vera viss um að þjálfarinn hafi næga reynslu til þess að veita þér þá ráðgjöf sem þú þarfnast. Áður en þú tekur ákvörðun getur þú spurt aðra eigendur hvort þeir séu ánægðir með námskeiðið.

Þegar þú hefur valið rétta námskeiðið fyrir þig og þinn hvolp gættu þess þá að hvolpurinn sé full bólusettur áður en þú mætir í fyrsta tímann. Dýralæknirinn þinn getur svo veitt bestu upplýsingarnar um hvenær hvolpurinn þinn er full varinn og má því umgangast aðra hvolpa og hunda.