Þegar hundur fær illt í magann | Eukanuba

Afhverju fá hundar í magann?

Flestir hundar fá illt í magann á einhverjum tímapunkti. Einkenni geta verið frá þreytu og lystarleysi yfir í uppköst og niðurgang. Svona veikindi geta varað í fáeina klukkutíma upp í nokkra daga. Ef veikindin standa yfir í meira en sólarhring ættir þú að fá ráðgjöf frá dýralækni.

Sem betur fer er í flestum tilfellum magavandræða ástæðan sú að hundurinn át eitthvað sem hann átti ekki að éta. Hundar eru náttúrulega forvitnir og setja munninn um eða þefa af óvanalegum hlutum og er það oft sú leið sem þeir nota til að læra um nýja hluti. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að sýklar og bakteríur eru innbyrtir með snertingu, nagi eða áti á hlutnum. Oftast ef hundurinn þinn er í góðu formi og heilbrigður og hefur öfluga meltingu og sterkt ónæmiskerfi sem hvolpur hafa þessi tilfelli lítið eða engin slæm áhrif.

Að halda heilbrigðri meltingu

Meltingarkerfi hundsins er mjög frábrugðið okkar. Þar sem hundar eru í mjög mismunandi stærðum þurfa þeir ekki aðeins næringu sem er sérsniðin að lífsskeiði þeirra heldur einnig út frá stærð tegundarinnar. Hafandi þróast út frá kjötætu eins og úlfinum er meltingarvegur þeirra mun styttri en okkar, um það bil sex sinnum lengd líkama þeirra. Það þýðir að þeir þurfa fæði sem er auðmelt á þeim 7-10 klukkustundum sem það tekur máltíð að ferðast í gegnum líkama þeirra. Að vera umhugað um meltingu hundsins hjálpar honum að viðhalda ákjósanlegu líkamsástandi og styður langt og virkt líf.

Besta fóðrið sem þú getur gefið hundinum þínum er hágæða hundafóður sérstaklega sniðið til þess að mæta næringarþörfum hans. Leitaðu að fóðri sem inniheldur líka innihaldsefni eins og andoxunarefni (eins og E- og C-vítamín), fæðu fyrir góðgerla og tannhreinsandi steinefni.

Mjög auðmeltanlegt fæði

Mælt er með einhverjum trefjum til þess að styðla að heilbrigðum ristli en hundar eru hræétandi kjötætur svo þeir hafa meltingarfæri sem henta best prótín og fitur. Að gefa fóður sem er ríkt af hágæða dýraprótíni og styður skilvirka meltingu hjálpar þeim að viðhalda ákjósanlegu líkamsástandi.

Ef fóður inniheldur hærra hlutfall innihaldsefna sem hundurinn þinn getur ekki melt gerjast þau í meltingarveginum og geta leitt til loftmyndunar, mjúkra hægða og stundum niðurgangs. Hágæða hundafóður er sérstaklega sniðið til þess að vera mjög auðmelt.

Trefjar fyrir meltingu

Nátturleg gerð trefja eins og rófuhrat styður við heilbrigða þarmaflóru hundsins þíns og meltingu með því að færa næringunar gegnum þarmana. Fæða fyrir góðgerla eins og FOS (fructooligosaccharides) stuðlar að vexta heilnæmra baktería í þörmunum, svipað þeim sem finnast í jógúrt fyrir mannfólk, sem hjálpar þeim að viðhalda góðri bakteríuflóru og styður heilbrigt ónæmiskerfi.

Reyndu að tryggja að fóður hundsins innihaldi ekki of miklar trefjar, þær ættu ekki að vera meira en 5% þa sem það getur takmarkað upptöku annara næringarefna. Þéttar og samræmdar hægðir eru skýrt merki um heilbrigða meltingu.

Verðlaunið með nammi á viðeigandi hátt

Of mikið eða óhentugt nammi getur ert og skaðað hundinn þinn. Að bæta inn öðrum þáttum sem hluta af mataræði þeirra eða sem nammi getur valdið álagi á meltingarfærin sem geta þá ofhlaðist eða hreinlega hætt að virka með álíka óskemmtilegum afleiðingum.

Mjólk getur verið skaðleg og súkkulaði er eitrað fyrir hunda. Margar gerðir hundanammis sem eru á markaði eru hlaðnar hitaeiningum og gætu leitt hratt til þyngdaraukningar. Flestir hundar eru ánægðir með bita eða tvo af venjulega fóðrinu sínu þegar þeim fylgir orðið nammi!

Hafðu það einfalt

Lykilorðið okkar þegar kemur að því að halda meltingu hundsins heilbrigði og þeim glöðum er "reglulegar". Ólíkt okkur þurfa hunda ekki fjölbreytni í fæðu, þeir eru jafn spenntir fyrir sömu máltíðinni dag eftir dag. Fóðraðu hundinn reglulega - skammt í sömu stærð af sama hágæða fóðrinu á sama tíma og þeir eru mun ólíklegri til þess að upplifa vandkvæði frá maga þar sem rétt eins og skilvirk vél er meltingarkerfið þeirra fullkomlega hæft til þess að keyra á þeim orkugjafa sem því var ætlað.