Hvolpa og hundaþjálfunarráð | Eukanuba

Þjálfunarráð fyrir hvolpa og hunda

Hvolpaþjálfun markar upphaf vegferðar þinnar í að umbreyta litla ákafa hvolpinum þínum yfir í elskulegan og tryggan félaga sem verður þér við hlið allt sitt líf.

Sambandið sem þú átt við hundinn þinn virkar í báðar áttir - tenging. Og eins og í öllum nánum samskiptum gildir að því meira sem þú gefur, því meira færðu til baka. Þess vegna gegnir þú líka mikilvægu hlutverki.

Hvenær má hefja þjálfun hvolpa?

Strax! Ef þú færð hvolpinn þinn frá ræktanda eru líkur á því að þú fáir hvolpinn heim í kringum átta vikna aldurinn. Á þessum aldri hefur hvolpurinn þegar náð um 80% af heilaþroska fullorðinna og á komandi vikum mun þroski heilans halda áfram.

Hvolpurinn er tilbúinn að læra og það er mikilvægt að vera viss um að þú sért öruggur og samkvæmur þér frá fyrsta degi.

Hvolpar halda athygli í stuttan tíma í einu og þurfa endurteknar tilraunir til að læra en þegar þeir hafa lært það sem ætlast er til af þeim hefur þú frábært tækifæri til þess að ná því hratt fram. Og mundu það að það er mun auðveldara að gera það núna heldur en eftir nokkra mánuði þegar hvolpurinn hefur stækkað og styrkst og er fastari í sinni hegðun.

Að byggja upp traust hvolpsins

Traust og samkvæmni veitir hvolpinum öryggi í því að þeir geti reitt sig á þig, nýja foreldrið sitt. Að nota nafnið hvolpsins reglulega gæti virkað einfalt en fyrir hann er það mjög mikilvægt merki.

Önnur leið til að byggja upp traust hvolpsins á þér er í gegnum jákvæð verðlaun og hvatningu til góðrar hegðunar – frekar en með því að refsa líkamlega. Í gegnum jákvæðni getur þú byggt upp sterkt traust sem byggir á gagnkvæmri virðingu og viðeigandi umbun.

Hvolpar eru mjög skemmtilegir en þeir geta líka verið erfiðir þegar þeir gera ekki alltaf það sem þú ætlast til. Fyrir utan að þeir tala ekki sama tungumál og við þarftu líka að hafa í huga að þeir eru mjög ungir og missa þar með athygli mjög auðveldlega.

Sýndu hvolpinum þolinmæði og vertu samkvæmur sjálfum þér. Hann er enn að læra og mun á endanum skilja hvað það er sem þú ætlast til af honum.

Grunnatriði hvolpaþjálfunar

Vertu viðbúinn því að þurfa leiða hvolpinn aðeins áfram, að þurfa endurtaka oft, að gefa nokkra nammibita og hrósa líka vel. Þegar hvolpurinn lærir að sitja og leggjast eftir skipun muntu finna fyrir stolti – sýnið nýja hæfileikann fjölskyldu og vinum – hvolpurinn mun elska alla jákvæðu athyglina sem það færir honum.

Sestu

Haltu smá nammibita fyrir framan hvolpinn, nálægt trýninu (ekki láta hvolpinn grípa nammið úr hendinni á þér) og færðu bitann hægt upp fyrir augun á hvolpinum svo trýnið fari að vísa upp. Líkami hvolpsins ætti að fara í setstöðu náttúrulega. Um leið og hvolpurinn sest skaltu gefa honum nammibitann og hrósa vel á sama tíma og skipunin er sett inn "sestu". Haltu áfram að æfa þar til að lokum hvolpurinn fær ekki bita fyrir að setjast, aðeins rólegt hrós.

Ligg

Haltu nammibitanum fyrir framan trýni hvolpsins, færðu það hægt niður að jörðinni og á milli framloppanna. Þetta ætti að hvetja hvolpinn til að leggjast til þess að fá bitann. Um leið og hvolpurinn leggst niður skaltu gefa bitann, hrósa og setja inn skipunina "ligg". Aftur þarf að æfa þar til hvolpurinn fær ekki lengur bita heldur bara hrósið.

Taumganga

Það er nauðsynlegt að grunnþjálfun hvolpsins feli í sér að ganga í taum. Byrjaðu innandyra þar sem hvolpurinn er öruggur og þú getur stjórnað umhverfinu.

Fyrsta skrefið er að setja á hvolpinn hálsól og um leið og hún er kominn á skal gefa nammibita og hrósa vel svo hvolpurinn læri að það að vera með hálsól sé ánægjuleg upplifun.

Settu fáeina holla nammibita í skál í einum enda herbergis og leyfðu hvolpinum að ganga með þér í taumnum í átt að skálinni. Næst skaltu reyna að ganga með bitann í hendinni og hvolpinn við hliðina á þér í slökum taum og notaðu bitann sem agn.

Byggðu ferlið rólega upp, forðastu að toga í tauminn þar sem hundurinn getur farið að toga á móti og æfingin endar í reipitogi. Þegar æfingin gengur vel innandyra er gott að fara æfa í garðinum, sért þú með garð. Mundu að sýna þolinmæði og hrósa þegar hvolpurinn gerir rétt. Þú veist að það að ganga í taum er ekkert áhyggjuefni en hvolpurinn veit það ekki fyrr en honum hefur verið sýnt fram á það.

Fóðrið sem þú velur getur hjálpað til við þjálfun hvolpsins

Þegar þú velur hvolpafóður skaltu hafa augun opin fyrir innihaldsefni sem kallast DHA (Dókósahexensýra). Þetta er náttúruleg Omega-3 fitusýra sem er lykilbyggingarefni í þroska heilans. Þegar DHA er í fæðu hvolpa hjálpar hún hvolpum að læra og verða auðþjálfanlegri. Allt EUKANUBA hvolpa- og unghundafóður inniheldur hæfilegt magn DHA til þess að veita hvolpinum þínum besta mögulega upphafið á fyrstu árunum og áfram.

Hvolpanámskeið

Flest okkar hjá EUKANUBA höfum sótt hvolpanámskeið á einhverjum tímapunkti. Gott námskeið er skemmtilegt, nytsamlegt og áður en þú veist af verður hvolpurinn þinn hlýðinn og fer að hlýða hverri skipun...eða næstum hverri skipun. Við höfum sett saman handhægar leiðbeiningar um hverju er gott að leita eftir í hvolpanámskeiði.

Að þjálfa fullorðinn hund

Máltækið segir að ekki sé hægt að kenna gömlum hundi að sitja en það er fjarri sannleikanum. Hvort sem þú varst að ættleiða fullorðinn hund sem þarf smá aðstoð með grunnatriðin eða að hundur sem þú átt og hefur alið upp þarf smá upprifjun – eru hér nokkur hagnýt ráð um þjálfun fullorðinna hunda.

Samkvæmni er lykilatriði

Hvaða hegðunarvandamáli þú stendur frammi fyrir hjá fullorðnum hundi gilda sömu grunnþjálfunarreglur og gilda um litla hvolpa. Að þjálfa fullorðinn hund sem er fastari fyrir í sinni hegðun gæti bara tekið lengri tíma og meiri þolinmæði.

Fyrst og fremst er nauðsynlegt að vera samkvæmur sjálfum sér þegar kemur að skipunum og hrósi. Það er einnig gott að allir heimilismeðlimir þekki markmiðin með þjálfuninni og hvernig á að nota skipanirnar rétt þar sem annars gæti hundurinn verið að fá misvísandi skilaboð sem er ruglandi.

Hrósið frekar en að refsa

Hundar læra með jákvæðri styrkingu. Það þ´ýðir að þú munt aðeins ná markmiðum þínum með því að hrósa fyrir hegðunina sem þú vilt styrkja og með því að kenna hundinum þínum hvað góð hegðun er. Að refsa hundinum fyrir slæma hegðun er aðeins líklegt til þess að valda því að hann hegðar sér á ófyrirsjáanlegan hátt sem gerir þjálfunina erfiðari.