Að halda liðum hundsins heilbrigðum | Eukanuba

Heilbrigðir liðir fyrir virkan lífsstíl

Það er ekki til betri sjón en að fylgjast með hundinum þínum njóta einfaldrar, náttúrulegrar ánægjunnar sem felst í hlaupum. Hvort sem er að sækja bolta, hlaupa sér til skemmtunar eða hlaupa með þér er fátt betra en að deila þessum augnablikum með hundinum þínum.

Það að geta hreyft sig frjálslega er líka merki um að hundurinn þinn sé í ákjósanlegu líkamsástandi, en rétt eins og hjá okkur getur aldurinn tekið sinn toll á liðum þeirra. Það er því mikilvægt eftir því sem hundurinn þinn eldist að hugsa vel um liðina hans svo hann geti viðhaldið virkum heilbrigðum lífsstíl.

Sumum hundum er hættara við vandamálum í liðum vegna tegundar sinnar og stærðar, þrátt fyrir það eru nokkur einföld skref sem þú getur tekið til þess að aðstoða við lengra viðhald heilbrigðra liða.

Viðhaltu heilbrigðri þyngd

Ofþyngd er einn stærsti orsakavaldur liðskemmda. Bein og liðir eru náttúrulega undir álagi og streitu en að bera með sér ofþyngd eykur álagið sem með tímanum leiðir til hrakandi liðheilsu. Aldur hægir á efnaskiptum þannig að rétt eins og hjá okkur snýst það að viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd um að halda jafnvægi á "hitaeiningum inn" á móti "hitaeiningum út".

Regluleg hreyfing ásamt réttri fóðrun er nauðsynleg í því að halda hundinum þínum í ákjósanlegu líkamsástandi. Hreyfing stuðlar einnig að viðhaldi vöðva og það eru þessir vöðvar sem styðja við liðina. Eldri hundurinn þinn hefur kannski ekki jafn ótæmandi orku og þegar hann var yngri en hann er samt viljugur félagi í hlaup eða leik. Tvö skipti léttrar hreyfingar á dag eru bæði góð fyrir hundinn og þig!

Innihald í hundafóðri getur stutt heilbrigða liði

Eldri hundar eru líklegri til að þurfa smá auka aðstoð með liðina í gegnum fóðrið sem þeir éta. Eldri hundar eru á "miðaldra" skeiði lífssins í kringum 6-9 ára aldur, eftir stærð tegundar. Öldungar eru almennt 8-11 ára og eldri en aftur veltur það á stærð tegundarinnar á hvaða aldri þessum áfanga er náð. Stórir hundar verða "öldungar" í kringum 7 eða 8 ára á meðan smáhundar verða öldungar síðar eða í kringum 11 ára.

Miðaldra hundar og öldungar geta fengið ávinning af sérstökum innihaldsefnum í fóðrinu sem styður við heilbrigða liði. Næringarefni eins og glúkósamín og kondritín geta hjálpað til við viðhald heilbrigðra liða og hreyfigetu og kalk getur stuðlað að sterkum beinum. Einnig hefur verið sýnt fram á að nauðsynlegu fitusýrurnar Omega-6 og Omega-3 stuðla að heilbrigðu brjóski.1.

L-karnitín er næringarefni sem finnst í dýraprótíni. Það virkar eins og náttúrulegt "fitubrennsluefni" sem umbreytir fitu yfir í orku. Þetta hjálpar til við að viðhalda ákjósanlegu líkamsástandi ásamt því að styðja við liðamótin. Leitaðu að fóðri sem er búið til úr dýraprótíni eins og kjúklingi, lambakjöti eða fiski frekar en úr jurtaprótíni.

Hágæða fóður úr sérverslunum, sniðið að þörfum miðaldra hunda og öldunga ætti að innihalda þessi innihaldsefni. Hins vegar eru ekki allar fóðurtegundir eins svo vertu viss um að velja þá tegund sem styður liðheilsu og inniheldur dýraprótín sem fyrsta innihaldsefni. Ef þú ert í vafa spurðu þá starfsfólk gæludýraverslunarinnar eða dýralækninn þinn.

Heimildir:

1 Curtis CL, et al. Effects of n-3 fatty acids on cartilage metabolism. Proc Nutr Soc. 2002 Aug;61(3):381-9.