Hundafóður fyrir heilbrigða húð og feld | Eukanuba

Að halda húð og feldi hundsins heilbrigðri

Húð hundsins og feldur mynda stærsta líffæri líkamans, samtals um 12% af l´íkamsþynd þeirra. Fyrir utan dásamlegt útlit hefur húð hundsins mikilvægu hlutverki að gegna í heildar heilsu þeirra – að verja líkama þeirra gegn meiðslum og sýkingum, aðstoða við að stýra hitastiginu og virkar sem fyrsta vörn líkamans. Feldurinn einangrar líkamann og ver húðina fyrir áverkum og skemmdum vegna hita, sólar og ertandi efna.

Skínandi feldur er oft auðsjáanlegasta merkið um almenna heilsu og eins og við kunnum öll að meta er feldur í góðu ástandi stórkostlegur á að líta og þreifa.

Afhverju er feldur hundsins svona mikilvægur?

Margir halda að hundar hafi bara aðra af tveimur feldgerðum – síðhærðir eða snögghærðir. Þetta er rétt upp að vissu marki en þeir finnast einnig með sléttan feld, krullaðan, strían, flatan, skreyttur, að ekki sé minnst á einfaldan eða tvöfaldan feld. Mismunandi tegundir geta haft mismunandi feld, oft sem endurspeglar upprunalegan "vinnu" tilgang hundsins.

Labrador hundar hafa til dæmis stuttan, flatan, tvöfaldan feld með þéttu undirlagi sem veitir þeim góða vatnsvörn og einangrun – nauðsynlegt þegar horft er til upprunalegs hlutverks þeirra sem vatnasækja.

Margir terrier hundar eru með stuttan, þykkan og harðan feld – sem veitir frábæra vörn gegn barri og þyrnum sem finnast í kjarri og runnum. Hver sem húð og feldgerð hundsins þíns er, deila þær allar sömu virkni.

Fóðrun fyrir heilbrigða húð og feld

Feldur hunda er 95% prótín svo að fóðra þá á fóðri sem inniheldur hágæða dýraprótín eins og kjúkling, lambakjöt eða fisk er grundvallaratriði. Það veitir sérstakar amínósýrur sem tryggja að húð og feldur eru nægilega nærð og stuðlar að heilbrigðri byggingu og virkni. Hundar nota svo mikla orku í feldvöxt að allt að 35% af daglegri prótínneyslu þeirra þarf til að halda feldinum og húðinni í góðu ástandi.

Heilbrigð húð er mjúk og sveigjanleg og hárræturnar liggja djúpt ofan í húðinni. Fitusýrurnar Omega-6 og Omega-3 stuðla að framleiðslu nauðsynlegra olía og fita sem koma í veg fyrir þurrk og viðhalda sjáanlega heilbrigðum feldi. Önnur næringarefni mikilvæg húð & feldheilsu eru A-, C- og E-vítamín, sink, kopar og bíótín.

Rétt eins og að fóðra þá á góðu fóðri hjálpar regluleg snyrting hundinum að viðhalda húð og feldi í sem bestu ástandi.

Sérþekking á næringu síðan 1969

EUKANUBA byggir sérsniðið hundafóður sitt á sérþekkingu síðan 1969 og inniheldur það öll þau nauðsynlegu næringarefni sem þarf til að styðja við heilbrigða húð og feld að innan. Hver uppskrift er sniðin að þörfum hundsins á hverju skeiði lífssins svo frá hvolpafóðri yfir í unghunda, frá fullorðinsfóðri yfir í öldunga getur þú verið viss um að hundurinn þinn fær allt sem hann þarf til að styðja ákjósanlegt líkamsástand og glæsilegan feld.

Til þess að bæta enn frekar feld hundsins mælum við með reglulegri snyrtingu; að nota gæða feldlossköfu vikulega getur minnkað laus hár.

Heimildir:

1 Davenport GM, et al. The impact of nutrition on skin and hair coat. Í: Current research in dermatology. Proceedings from Pre-Congress Symposium, 4th World Congress of Veterinary Dermatology, San Francisco, 2000; 4-9.