Góð heilsa og kettlingurinn þinn

Til hamingju með kettlinginn! Þeir geta verið krefjandi en munu veita þér gleði á komandi árum.

Það er margt sem þú getur gert til þess að hjálpa nýja kettlingnum þínum að viðhalda heilbrigði og topp ástandi.

Að velja dýralækni

Að velja dýralækni felur í raun í sér að velja samstarfsmann í heilbrigði kettlingsins. Skipulagðar bólusetningar og árlegar skoðanir þýða að þú munt hitta dýralækninn reglulega svo veldu vel. Notaðu listann okkar sem grunn þegar kemur að því að velja réttu dýralæknastofuna fyrir köttinn þinn:

 • Fáðu meðmæli frá vinum, vinnufélögum og öðrum kattaeigendum til þess að setja saman grunnlista yfir dýralæknastofur. Spurðu viðkomandi hvað þeim líkar við hverja stofu.
 • Ekki er verra ef stofan er með aðskilin biðsvæði fyrir ketti og hunda - til þess að draga úr streitu fyrir dýrið þitt.
 • Leitaðu eftir hreinu, dauðhreinsuðu rými með nýjum búnaði.
 • Spurðu út í neyðarvakt, opnunartíma og þann búnað eða orðalag sem þú skilur ekki.
 • Spurðu út í komugjald og kostnað við grunnbólusetningar og skoðanir.

Ófrjósemisaðgerðir og geldingar

Margir eigendur velja ófrjósemisaðgerð eða geldingu fyrir köttinn sinn. Það kemur í veg fyrir áhættuna á óæskilegum þungunum og getur dregið úr óæskilegri hegðun kattarins. Dýralæknar mæla með að þetta sé gert um sex mánaða aldur, eða fyrr ef þú átt bæði læðu og högna.

Kynntu þér neðangreinda kosti ófrjósemisaðgerða og geldinga:

 • Ófrjósemisaðgerðir og geldingar koma í veg fyrir hegðun sem fylgir því þegar læður breima, svo sem breim til þess að laða að högna eða þvagmerkingum.
 • Ófrjósemisaðgerðir hjálpa til við að koma í veg fyrir möguleg heilsufarsvandamál eins og æxli í spenum og sjúkdóma í legi sem getur mögulega bætt árum við líf kattarins.
 • Ófrjósemisaðgerðir og geldingar hjálpa til við að stemma stigu við offjölgun óvelkominna kettlinga.
 • Gelding minnkar áhrif kynþroska og hormóna. Geldur fress er ólíklegri til þess að merkja svæði með þvagi og ólíklegri til þess að fara á flakk og týnast og hann mun ekki slást við aðra högna um breimandi læðu.

Flær

Flær eru eitt algengasta umkvörtunarefnið tengt köttum og getur kettlingurinn þinn náð sér í þær frekar auðveldlega, sérstaklega þegar hann byrjar að fara út.

 • Flær eru algengastar í heitu veðri (vor og sumar).
 • Þær geta borið með sér sníkjudýrasmit eða smitandi sjúkdóma eins og bandorma.
 • Flóaplága getur valdið blóðleysi (lágu magni rauðra blóðkorna) og/eða ofnæmis húðbólgum, húðofnæmi sem einkennist af kláða, klóri og ertingi.
 • Þrátt fyrir að sumir kettir sýnist pirraðir og klóri sér sýna sumir engin merki óþæginda.

Sem betur fer er auðvelt að meðhöndla við flóm. Þú getur fengið spot-on áburðarlausn hjá dýralækni til þess að meðhöndla köttinn sem drepur flærnar og egginn. Þú gætir einnig þurft að grípa til aðgerða heimavið þar sem flóin getur falið sig í teppum og mjúkum húsgögnum. Þetta er hægt að gera með flóaspreyi sem fæst í gæludýraverslunum.

Hárkúlur

Hárkúlur eru rörlaga brúnleitir klumpar úr hártrefjum. Þegar kettir þrífa sig innbyrða þeir hár úr feldinum. Þar sem hár meltist ekki fer það annað hvort í gegnum meltingarfærin og endar í kattasandskassanum eða er losað upp með uppköstum.

Kettir sem æla hárkúlum oftar en einu sinni í viku eða mjög illa lyktandi hárkúlum gætu verið með alvarleg undirliggjandi heilsufarsvandamál. Leitaðu til dýralæknir fyrir ráðleggingar

Forvarnir og meðferð

 • Haltu kettinum vel snyrtum með reglulegri burstun.
 • Burstaðu alla kettina þína, ekki aðeins þá sem fá hárkúlur þar sem kettir snyrta reglulega hvern annan.
 • Gefðu hárkúlufóðrið okkar sem minnkar líkur á myndun hárkúlna. Sérstök uppskrift okkar inniheldur náttúrulegar trefjar sem færa innbyrt hárin varlega í gegnum meltingarfærin.