Getur góð næring komið í veg fyrir hárkúlur?

Flestir kettir, hvort sem er í hinu villta eða í hinu tamda umhverfi heimilisins eyða talsverðum tíma í að snyrta feldinn. Við snyrtinguna kyngja þeir hárinu sem getur safnast upp í maganum á þeim. Ef hárkúlan ferðast ekki sjálf í gegnum magann mun kötturinn reyna hósta henni upp.

Fóðrið sem þú gefur kettinum þínum getur minnkað hárkúlur með því að halda meltingarfærunum heilbrigðum.

Margir kettir munu fá hárkúlur á einhverjum tímapunkti í lífinu, en sumum köttum, eins og síðhærðum köttum eða köttum sem snyrta sig mjög mikið er hættara við hárkúlum. Hjá köttum sem fá reglulega hárkúlur getur regluleg burstun minnkað magn þess hárs sem er innbyrt og þar með minnkað líkurnar á myndun hárkúlna.

Að gefa sérstakt fóður sniðið til að minnka líkurnar á hárkúlum getur einnig hjálpað.

Afhverju er fóður mikilvægt

Magn trefja í fóðri katta mun almennt ákvarða hversu vel það getur tekist á við hárkúlur. Rétt tegund trefja getur einnig hjálpað innbyrtum hárum að ferðast í gegnum meltingarveginn á auðveldari hátt og þar með minnkað líkur á hárkúlumyndun.

Hágæða dýraprótín og fita veita mikilvæg næringarefni fyir heilbrigðan feld og húð. Að viðhalda heilbrigðri húð og feldi getur minnkað líkur á óhóflegu hárlosi, innbyrðingu hára við snyrtingu og þar af leiðandi hárkúlumyndun.

EUKANUBA Hairball controll er hárkúlufóður fyrir ketti sem inniheldur hátt hlutfall rófuhrats til þess að hjálpa hárunum að ferðast í gegnum meltingarveg kattarins, ásamt öllum þeim næringarefnum og vítamínum sem hann þarf til að haldast við góða heilsu.

Hairball control hárkúlufóðrið okkar er vel samsett 100% heilfóður. Þú þarft ekki að gefa kettinum þínum neitt annað, í raun getur það að bæta við öðrum tegundum fóðurs við hárkúlufóður minnkað virknina með því að þynna út næringarefnin sem aðstoða við að draga úr hárkúlumyndun.