Fyrsta heimsókn hvolpsins til dýralæknis | Eukanuba

Fyrsta heimsókn hvolpsins til dýralæknis

Heimsókn til dýralæknis ætti ekki að valda þér eða hundinum þínum streitu. Hér er það sem má búast við í fyrstu heimsókn hvolpsins, og hvað þú getur gert til að gera þá upplifun auðveldari.

Að kynnast dýralækninum

Sumir hvolpar hafa farið til dýralæknis með ræktandanum sínum í fyrstu bólusetningu en þrátt fyrir það er gott fyrir þig að panta tíma nokkrum dögum eftir að þú færð hvolpinn heim til þess að tryggja það að upphaf sambands hvolpsins við dýralækninn verði eins jákvætt og hægt er.

Eftir fyrstu heimsóknina ætti hvolpurinn að fara til dýralæknis að minnsta kosti árlega, svo það að tryggja að hvolpurinn eigi jákvæða upplifun hjá dýralækninum og venjist meðhöndlun getur komið í veg fyrir mikla streitu. Það er einnig gott að venja hvolpinn við meðhöndlun af þér heimavið. Skoðaðu eyrun og augun og burstaðu tennurnar reglulega.

Dýralæknirinn framkvæmir heildar heilsufarsskoðun, sem felst m.a. í skoðun á munni og tönnum, eyrum og augum til þess að vera viss um að hvolpurinn sé við góða heilsu. Að taka með smá góðgæti getur gert upplifunina betri fyrir hundinn þinn og gott er að hrósa þeim rólega á meðan á skoðun stendur og á eftir. Forðastu að bregðast of mikið við hvolpinum ef hann bregst illa við eða er með mótþróa á meðan á skoðuninni stendur, verðlaunaðu hvolpinn hins vegar þegar hann hefur staðið sig vel.

Helstu ráðin fyrir góða heimsókn til dýralæknisins

  • Reyndu að fá tíma snemma morguns þegar færri manneskjur og dýr eru á stofunni. Ef hvolpurinn þinn hefur ekki lokið grunnbólusetningum er betra að forðast snertingu við önnur dýr þar sem það gæti aukið líkur á sýkingum.
  • Mundu eftir að taka bólusetningabók hvolpsins með ef þú hefur fengið slíka frá ræktandanum eða fyrra heimili hvolpsins svo dýralæknirinn getir skráð allar nauðsynlegar meðferðir fyrir hvolpinn og ráðlagt þér hvernig hvolpurinn er sem best í stakk búinn að takast á við heiminn.

Bólusetningar hvolpsins

Usually vaccinations start at around 6-8 weeks, with booster injections at around 12 and 16 weeks. It’s very important to stick to this schedule to make sure your puppy is fully protected against infectious diseases. The common diseases your puppy will be covered against are hepatitis, parvovirus, distemper, leptospirosis, rabies and lyme disease. If you travel abroad with your puppy, bring your vaccination booklet with you and make sure that it’s fully compliant with the regulations of the country you’re visiting.

Örmerking

Líklegt er að dýralæknirinn þinn mæli með því að örmerkja hvolpinn, það gæti þó hafa verið gert hjá ræktandanum. Þetta er gert í einfaldri aðgerð þar sem smárri örflögu sem inniheldur upplýsingar hundsins er komið fyrir í hálsi hvolpsins svo hvaða dýralæknir sem er geti borið kennsl á hann ef hann týnist eða slasast.

gelding og ófrjósemisaðgerðir

Þú þarft einnig að hugsa út í hvort þú vilt láta gelda gæludýrið þitt. Það eru margir kostir og gallar við geldingu, til dæmis gætu geldir hundar hagað sér betur og verið ólíklegri til þess að merkja, á móti kemur að þeir gætu átt frekar til að verða of þungir. Dýralæknirinn þinn getur frætt þig um möguleikana í boði.

Mundur að spyrja dýralækninn þinn allra þeirra spurninga sem þú gætir haft. Það er mikilvægt að þú upplifir þig tilbúinn til þess að annast hvolpinn sem best á komandi vikum og mánuðum.