Er kötturinn þinn of gamall fyrir kettlingafóður? | Eukanuba

Er kötturinn orðinn of gamall fyrir kettlingafóður?

Þegar þú ættleiddir kettlinginn þinn valdir þú rétta næringu fyrir hann til þess að vaxa og þroskast yfir í hamingjusaman og heilbrigðan kött.

Þó hann leiki enn eins og kettlingur er ungi kötturinn þinn að þroskast hratt yfir í fullorðinn kött. Næringarþarfir kettlinga eru aðrar en fullorðinna katta og er nauðsynlegt að veita gæludýrinu þínu þá næringu sem aldur þess kallar á.