Er kötturinn orðinn of gamall fyrir kettlingafóður?

Þegar þú ættleiddir kettlinginn þinn valdir þú rétta næringu fyrir hann til þess að vaxa og þroskast yfir í hamingjusaman og heilbrigðan kött.

Þó hann leiki enn eins og kettlingur er ungi kötturinn þinn að þroskast hratt yfir í fullorðinn kött. Næringarþarfir kettlinga eru aðrar en fullorðinna katta og er nauðsynlegt að veita gæludýrinu þínu þá næringu sem aldur þess kallar á.

Að velja hágæða fóður

Afhverju að færa næstum fullvaxinn kettling yfir á hágæða fullorðinsfóður? Vegna þess að gæði skipta máli. Það er áríðandi að halda áfram inn í fullorðinsárin þeirri hágæða næringu sem kötturinn þinn hefur fengið úr hágæða kettlingafóðri.

Kötturinn þinn þarf viðeigandi fóður fyrir sinn aldur til þess að hjálpa honum að viðhalda almennri heilsu. Hágæða fóður eins og EUKANUBA er sérstaklega sniðið til þess að veita kettinum þínum:

  • 100% heilfóður sem er vel samsett svo þú þarft ekki að gefa neitt með
  • Hátt hlutfall dýraprótíns til þess að aðstoða köttinn þinn við uppbyggingu vöðvamassa
  • Sérsniðið fituhlutfall til þess að mæta öllum orkuþörfum hans
  • Fæðu fyrir góðgerla og trefjar til að stuðla að heilbrigðri meltingu
  • Sérsniðið hlutfall Omega-6 og Omega-3 fitusýra til að stuðla að heilbrigðri húð og feldi.

Hvenær skal skipta?

Þegar kötturinn þinn er í kringum 12 mánaða aldur er tímabært að skipta yfir í fullorðinsfóður.

Þegar þú færir köttinn þinn yfir á fullorðinsfóður er mikilvægt að fylgjast með þyngdinni hans og líkamsástandi og að stilla af skammtastærðina sé þörf á. Þú ert líklega kominn með köttinn í fasta fóðrunarrútínu núna, hvort sem það er að hafa alltaf fóður í boði fyrir hann eða með ákveðna matartíma. Það er best að halda því áfram á meðan það hentar kettinum þínum.

Til þess að meta hversu mikið fóður ætti að gefa kettinum þínum skaltu skoða fóðurtöfluna frá framleiðandanum og lesa á umbúðirnar. Notastu við leiðbeiningarnar og vigtaðu köttinn þinn reglulega. Ef kötturinn þinn fer að léttast eða þyngjast án þess að það sé tilgangurinn skaltu hafa samband við dýralækninn þinn fyrir upplýsingar um viðhald þyngdar.

Hvernig skal skipta

Til þess að minnka líkur á ónotum í maga er best að framkvæma skipti úr kettlingafóðri yfir í fullorðinsfóður á fjórum dögum með eftirfarandi aðferð:

  • Dagur eitt: Fylltu matarskál kattarins með 75% kettlingafóðri og 25% fullorðinsfóðri.
  • Dagur tvö: Blandaðu fullorðins og kettlingafóðri í 50/50 hlutfalli.
  • Dagur þrjú: Gefðu kettinum blöndu sem er 75% fullorðinsfóður og 25% kettlingafóður.
  • Dagur fjögur: Skiptu yfir á 100% skammt af fullorðinsfóðri.