Einn heima - stjórnun aðskilnaðarkvíða

Kettir eru þekktir fyrir að vera sjálfstæðir, það getur því komið á óvart að sumar þróa með sér vandamál þegar þeir eru skildir eftir einir.

Margir kettir þjást af aðskilnaðarkvíða, ástand sem er algengara að tengt sé við hunda en sem háir einnig köttum. Kettir eru líklegri til þess að þróa með sér aðskilnaðarkvíða ef þeir verða munaðarlausir ungir eða eru vandir frá móður of snemma. Streitan og sorgin sem fylgir því að missa eiganda sinn vegna dauða eða skilnaðar getur einnig valdið aðskilnaðarkvíða, sérstaklega í eldri köttum.

Kvíðatengd hegðun

Kettir með aðskilnaðarkvíða elta oft uppáhaldsmanneskjuna sína um allt. Þegar manneskjan fer, hvort sem er að sinna erindi eða á ferðalag getur kötturinn:

 • Hagað sér illa eða farið í fýlu
 • Orðið þunglyndur
 • Vælt eða verið órólegur
 • Neitað að éta
 • Farið á klósett fyrir utan kassann
 • Spreyjað þvagi á rúm eða fatnað manneskjunnar
 • Ælt
 • Þvegið sér óeðlilega mikið
 • Sýnt eyðileggjandi hegðun eins og að klóra húsgögn

Aðskilnaðarkvíða er oft ekki hægt að lækna alveg en má halda niðri með athygli, því að draga athygli frá eða lyfjagjöf.

Virkjaðu köttinn þegar hann er einn

Oft er besta leiðin til að draga úr aðskilnaðarkvíða sú að kenna kettinum að skemmta sér sjálfur.

 • Dreifðu leikföngum um húsið. Skiptu þeim reglulega út svo það sé alltaf einhver nýjung.
 • Settu þurrfóður í nammibolta svo kötturinn þurfi að rúlla honum um til að ná fóðrinu.
 • Skildu sjónvarpið eftir í gangi. Stilltu það á stöð eins og Discovery svo kötturinn þinn geti séð og heyrt náttúrulífsþætti sem innihalda fugla og önnur smádýr. Eða stilltu á myndband sérgert fyrir ketti.
 • Stilltu upp klórustaur með standi við glugga svo kötturinn sjái út.
 • Settu upp fuglafóðurhús fyrir utan glugga svo kötturinn geti fylgst með skemmtuninni í beinni.
 • Stilltu útvarpið á klassíska tónlist eða stöð sem er oft í gangi þegar þú ert heima.