Ákjósanlegt líkamsástand fyrir lengra líf

Ákjósanlegt líkamsástand fyrir lengra líf

Að halda hundinn í sem bestu líkamlegu ástandi er lykilatriði til að tryggja að hann lifi löngu og heilbrigðu lífi. Ásamt því að viðhalda virkni er tegund fóðurs sem hundurinn þinn étur sérlega mikilvægt í því að viðhalda velferð hans.

Hundar þurfa fjölbreytt næringarefni til þess að haldast í frábæru formi og næringarefnaþarfir þeirra eru mjög ólíkar þínum eigin. Rétt eins og þeir þurfa orku til að haldast virki þurfa þeir einnig sérstök vítamín og steinefni til þess að hugsa um liðina, húðina, feldinn og tennurnar.

HVERNIG GETURU METIÐ HVORT HUNDUR SÉ Í GÓÐU FORMI?

Með því einfaldlega að horfa á sýnileg ummerki. Eftir allt þá ertu besti dómarinn um hvað er eðlilegt fyrir hann. Er feldurinn heilbrigður og gljáandi? Er hann árvökull og glaður? Að auki, með smá æfingu getur þú skoðað hundinn þinn og metið almennt líkamsástand hans.

Horfðu á hundinn þinn að ofan - hann ætti að hafa smá mitti rétt fyrir framan mjaðmirnar. Horfðu síðan á hann frá hlið meðan hann stendur - kviðurinn (maginn) ætti að dragast aðeins upp. Síðan skaltu með smá þrýstingi þreifa hliðarnar eftir rifbeinunum - þú ættir að finna fyrir þeim en þau ættu ekki að vera útstæð.

Ef þú finnur alls ekki fyrir rifbeinunum gæti verið orðið tímabært að ræða við dýralækninn um áætlun fyrir þyngdarstjórnun.

AÐ HALDA HUNDINUM Í ÁKJÓSANLEGU LÍKAMSÁSTANDI

Hundar innbyrða fóður á um það bil helmingi tímans sem það tekur manneskjur svo fóðrið þeirra þarf að veita hágæða næringu hratt.

Eitt atriði sem vert er að leita eftir þegar er verið að kaupa hundafóður er tegund prótíns sem er notuð. Allt EUKANUBA fóður inniheldur auðmeltanlegt prótín úr ferskum og þurrkuðum kjúklingi, lambakjöti eða fiski ásamt kolvetnum, fitu, vítamínum og steinefnum. Það inniheldur einnig náttúrulegt rófuhrat og fæðu fyrir góðgerla FOS til að hjálpa til við að koma meltingu í jafnvægi og stuðla að heilbrigðri flóru í meltingarvegi.

Merki góðrar meltingar eru litlar og þéttar hægðir í jafnvægi - þetta sýnir að hundurinn er að hámarka þá næringu sem hann nýtir út fóðrinu og því er minna af ómeltum úrgangi. Að auki er svo að sjálfsögðu orkustig hundsins og önnur merki (eins og húðgæði og feldur) sem sýna að hann er að nýta rétt magn vítamína og næringarefna.

REGLULEG HREYFING FYRIR HEILBRIGÐA LIÐI

Regluleg hreyfing ásamt vel samsettu og heildstæðu fóðri mun aðstoða þig að halda hundinum þínum í heilbrigðri líkamsþyngd, lágmarka álag á liði og vöðva, á sama tíma og það hjálpar þeim að líta sem best út og líða sem best. Almennt eru stærri hundar líklegri en smærri hundar til þess að glíma við liðvandamál, en það eru nokkur atriði til að leita eftir í fóðrinu til að aðstoða við þetta.

Glúkósamín og kondritín eru tvö náttúruleg byggingarefni fyrir heilbrigt brjósk sem þegar það finnst í fóðrinu getur stutt við heilbrigða liði með því að hafa sífellt framboð af næringarefnunum sem þarf til viðgerðar og endurnýjunar vefja.

HVERSU MIKIÐ ÆTTIR ÞÚ AÐ GEFA HUNDINUM ÞÍNUM?

Fylgdu ávallt leiðbeiningunum sem eru á umbúðum fóðursins frá framleiðanda um hversu mikið þú ættir að gefa hundinum þínum.

Við mælum með að fóðra hundinn þinn tvisvar á dag, þá er sólarhrings magninu sem er uppgefið í fóðrunartöflunni skipt í tvennt. Að gefa hundinum reglulega einu sinni að morgni og einu sinni að kvöldi mun veita hundinum nægan tíma til þess að melta fóðrið vel og kennir honum einnig hvenær næsta máltíð er væntanleg.

Mundu að hundar í ólíkum stærðum þurfa mismunandi magn næringarefni og einnig að hundar þurfa ólíka næringu eftir því á hvaða skeiði lífssins þeir eru. Hjá EUKANUBA skiljum við að hundar fara í gegnum fjögur mismunandi lífsskeið (stærri hundar fimm) - hvolpur, (unghundur), fullorðinn, miðaldra og öldungur og fóðrið frá okkur er sniðið til þess að veita rétta næringu fyrir hvert skeið.

NAMMI

Stundum eiga hundar skilið smá góðgæti fyrir góða hegðun eða að læra eitthvað nýtt. Það er dýrmæt leið til þess að styrkja þjálfun og getur hjálpað þér að leiða hundinn frá þegar hann þarf að einbeita sér að einhverju öðru. Gættu þess að nammið sem þú notar sé hollt og gagnist hundinum, til dæmist hjálpi honum að halda tönnunum hreinum. Flestir hundar eru sáttir við bita eða tvo af venjulega fóðrinu sínu sem verðlaun.