Að velja rétta fóðrið fyrir köttinn þinn | Eukanuba

Að velja rétta fóðri fyrir köttinn þinn

Góð næring er jafn mikilvæg heilsu kattarins eins og heilsu þinnar. Næringarþörf katta er þó ansi frábrugðin okkar. Á meðan mataræði manneskjunnar ætti að vera trefjaríkt og fituminna þarfnast kettir mataræðis sem er fituríkt – fyrir orku og þykkan, glæsilegan feld – og minna af trefjum fyrir góða meltingarheilsu.

Jafnvel þó þú kjósir að vera grænmetisæta þrífast kettir almennt ekki á kjötlausu fæði. Kettir eru kjötætur rétt eins og stærri frændkettir þeirra og þurfa dýraprótín og dýrafitu fyrir heilbrigð meltingarfæri. Kettir þarnast einnig kolvetna sem orkugjafa.