Að velja rétta fóðri fyrir köttinn þinn

Góð næring er jafn mikilvæg heilsu kattarins eins og heilsu þinnar. Næringarþörf katta er þó ansi frábrugðin okkar. Á meðan mataræði manneskjunnar ætti að vera trefjaríkt og fituminna þarfnast kettir mataræðis sem er fituríkt – fyrir orku og þykkan, glæsilegan feld – og minna af trefjum fyrir góða meltingarheilsu.

Jafnvel þó þú kjósir að vera grænmetisæta þrífast kettir almennt ekki á kjötlausu fæði. Kettir eru kjötætur rétt eins og stærri frændkettir þeirra og þurfa dýraprótín og dýrafitu fyrir heilbrigð meltingarfæri. Kettir þarnast einnig kolvetna sem orkugjafa.

Lífsskeið og lífsstíll

Með þúsundir tegunda mismunandi gerða dýrafóðurs, hvernig velur þú þá tegund sem hentar þínum ketti best?

Byrjaðu á því að skilgreina á hvaða lífsskeiði kötturinn er og hversu virkur hann er. Kettlingar, mjólkandi læður og eldri dýr eru dæmi um lífsskeið. Hvert lífsskeið hefur mismunandi næringarþarfir. Á öllu kattafóðri ætti að standa fyrir hvaða lífsskeið það er ætlað.

Næringarþarfir velta einnig á lífsstíl. Köttur sem er aðallega í því að gæta sófans þarf ekki jafn mikla orku og köttur sem vaktar allt hverfið.

Að lokum er mikilvægt að taka tillit til næringarlegra sérþarfa sem kötturinn þinn kann að hafa, eins og ofnæmi fyrir fæðu sem kallar á sérstakt fóður sem dýralæknirinn þinn getur mælt með.

ÞURRFÓÐUR EÐA BLAUTFÓÐUR

Þegar þú hefur áætlað lífsskeið og virkni kattarins þarftu að ákveða hvort þú vilt gefa þurr- eða blautfóður. Flestir kettir þrífast á þvi að éta aðeins þurrfóður. Þurrfóður stuðlar að bættir munnheilsu fyrir heilbrigðar tennur og góma með slípun þegar fóðrið er tuggið. Sumir kettir, sérstaklega matvandir kunna betur að meta blautfóður með mjúkri og blautri áferð.

Það er mikilvægt að muna að þó þú getir skilið þurrfóður eftir í skálinni allan daginn ætti að henda blautfóðri sem hefur staðið í meira en 30 mínútur án þess að hafa verið étið. Af þessum ástæðum er þurrfóður oft besti kosturinn fyrir fólk sem er venjulega ekki heima á daginn.

Þegar þú ert búin/n að greina næringarþarfir kattarins og hvað hann kýs helst getur þú farið að versla.

AÐ BERA SAMAN MERKINGAR

Innihaldsefni eru listuð eftir magni, frá því sem mest er af yfir í minnst skv. þyngd. Vegna þess að kettir þurfa kjöt er best að velja fóður þar sem fyrsta innihaldsefnið er dýraprótín eins og kjúklingur, lambakjöt, fiskur eða egg. Þessi innihaldsefni innihalda nauðsynlegar amínósýrur eins og tárín sem finnst ekki í jurtaprótíni eins og sojamjöli eða maísglútenmjöli.

Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt fram á að það að nota blöndu kolvetna í fóður eins og maísmjöl eða bygg og dúrru veitir ákjósanlegan meltanleika kolvetna og hjálpar til við að viðhalda orkubirgðum.

Rannsóknir sýna einnig að rófuhrat – efnið sem verður eftir þegar sykur er unninn úr sykurrófum – er frábær trefjagjafi og stuðlar að heilbrigðum meltingarfærum.

Fyrir mjúkan og gljáandi feld og heilbrigða húð þarf gæludýrið þitt sérsniðið hlutfall Omega-6 og Omega-3 fitusýra í fóðrinu. Góðir fitugjafar eru meðal annara kjúklingafita og fiskimjöl.

GÆÐI

Merkingar á kattafóðri veita takmarkaðar upplýsingar um næringargildi fóðursins þar sem reglugerðir bjóða framleiðendum ekki upp á að lýsa betur gæðum innihaldsefna á umbúðunum.

Virtur framleiðandi gæludýrafóðurs mun geta útskýrt þær vísindalegu aðferðir sem hann notast við til að meta og tryggja gæði innihaldsefna sem notast er við í vörum þeirra.