Hvernig á að snyrta hundinn | Eukanuba

Að snyrta hundinn þinn

Það að taka sér tíma til að sinna útliti hundsins þýðir ekki aðeins að þeir líti vel út og líði vel heldur hjálpar einnig við að halda þeim í ákjósanlegu líkamsástandi.

Með því að snyrta hundinn þinn verður þú einnig kunnugur líkama þeirra – sem gerir það mun auðveldara að taka eftir heilsufarsvandamálum fljótt og gefur tækifæri til þess að fara yfir hvort þeir séu með mítla.

Til þess að gera þetta ættir þú að byrja venja hundinn þinn við snyrtingu þegar hann er ennþá hvolpur. Ef þú byrjar mjög seint að snyrta gæti hvolpurinn þinn verið síður samvinnuþýður seinna í lífinu, sérstaklega þegar kemur að hreinsun eyrna og klóaklippingum.

  • Feldurinn: heilbrigður feldur er mjög gott merki um að gæludýrið þitt sé heilbrigt og að húðin sé í frábæru ástandi. Heilbrigð húð er ekki aðeins nauðsynleg útlitinu heldur ver hún einnig gæludýrið þitt fyrir veðri og sýkingum.
  • Húðin: Húð hundsins er stærsta líffæri líkama þeirra. Til þess að halda henni heilbrigðri er gott fóður nauðsynlegt. Með því að fóðra hundinn þinn með næringu sem inniheldur hágæða dýraprótín, steinefni, A-, D3- og E-vítamín og blöndu Omega-6 g Omega-3 fitusýra, sem má allt finna í EUKANUBA fóðri, styður þú við heilsu húðarinnar.
  • Burstun: Flestir hundar fara í náttúruleg feldskipti tvisvar á ári (að vori og hausti). Til þess að losna við laus hár (og drullu) ættir þú að snyrta oftar. Alla hunda (fyrir utan snögghærðar tegundir) ætti að snyrta að minnsta kosti vikulega, sama hversu mikið þeir fara úr hárum. Notið bursta með mjúkum hárum þegar hundurinn er slakur og rólegur. Beindu athygli hundsins annað með nagbeini eða leikfangi og dragðu burstann rólega yfir líkama þeirra í nokkrar sekúndur. Fyrstu kynni við snyrtingu ættu að hefjast þegar hundurinn er mjög ungur hvolpur svo farðu gætilega ef þú hefur ekki gert þetta áður. Hundasnyrtir gæti hjálpað þér að velja rétta burstann fyrir þína tegund og sagt til um hvort klippa eða reita þurfi hundinn þinn.
  • Umhirða eyrna: Lafandi eyrum þarf að sinna meira en uppréttum eyrum vegna takmarkaðs loftflæðis um eyrum sem gerir þau viðkvæmari fyir ertingu og sýkingu. Hreinsaðu varlega eyrnablöðkuna að utan með hreinsiþurrku eða rakri bómull og skoðaðu á sama tíma hvort einhverjir roðablettir séu, raki eða mikill eyrnamergur. Hundar með mjög síð eyru þurfa skálar sem halda eyrunum þurrum og úr matnum þegar þeir borða.
  • Umhirða augna: Gættu þess að halda augum hundsins glitrandi. Smávægilega táratauma og náttúrulegar stírur má þrífa með hreinsiþurrku eða rakri bómull. Hafðu samband við dýralækninn þinn ef augu hundsins eru rauð, bólgin eða einhver útferð er til staðar.
  • Umhirða klóa: Gott gæti verið að fá dýralækni til að klippa klærnar í fyrsta skipti en ef þú vilt svo halda þeim við eftir það fylgstu þá vel með dýralækninum og fáðu ráð um hvernig er best að gera það. Röng klipping klóa getur valdið hundinum þínum sársauka og blæðingu.
  • Böðun: Hundar framleiða náttúrulega húð- og feldolíur til þess að verja sig gagnvart sýkingum, ertingu og vatni. Að baða þá of oft getur minnkað virkni þessara olía og flesta skyldi aðeins baða um einu sinni í mánuði. Ef þú þarft að þvo hundinn skaltu nota sérstakt hundasjampó.

Hafðu samband við hundasnyrti ef þú hefur einhverjar áhyggjur af því hvernig skyldi snyrta hundinn. Ef þú heldur að hundurinn þinn glími við einhver húðvandamál skaltu heyra í dýralækninum þínum.