Að kynna börnin þín fyrir nýjum kettlingi

Að bæta kettlingi við fjölskylduna er gleði tími fyrir ykkir öll. Tengslin sem þú myndar við nýja félagann munu endast í mörg ár.

Að kynna kettling fyrir ungum börnum getur verið krefjandi - reyndu að fylgja þessum einföldu skrefum til þess að fyrstu viðkynni verði eins góð og hægt er fyrir alla.

Ef þú átt ung börn og langar að bæta kettlingi við fjölskylduna eru hér nokkur ráð sem gott er að hafa í huga:

  • Taktu stjórnina. Ung börn geta ekki borið ábyrgð á gæludýri. Ekki á að búast við því að börnin sjái um að fóðra köttinn eða hafi umsjón með magninu – aðeins fullorðnir geta séð um þetta.
  • Kynntu þau varlega. Vertu viss um að kynna kettlinginn smám saman fyrir börnunum þínum eða öðrum gæludýrum. Það getur verið yfirþyrmandi reynsla og kettlingar (og börn) geta hagað sér óútreiknanlega.
  • Leyfðu barninu að taka þátt. Að taka stjórnina þýðir ekki að þú leyfir barninu ekki að hjálpa til. Ungt barn getur hjálpað til við innkaup, val á nafni, fóðrun og að skipta um kattasand svo lengi sem foreldri fer með yfirumsjón. Heimsóknir til dýralæknisins eru einnig frábær leið fyrir börn til að fræðast um umhirðu kettlinga.
  • Deildu upplýsingum. Ef þú ert að hugsa um að bæta ketti við fjölskylduna skaltu kynna þér helstu atriði í heilsu katta og hegðun áður en þú færð þér köttinn. Deildu því sem þú lærir með allri fjölskyldunni.
  • Veittu viðeigandi næringu. Það er mjög nauðsynlegt að fóðra með hágæða fóðri eins og EUKANUBA Kitten kettlingafóðrinu þar sem mesti vöxturinn á sér stað á fyrstu 9 til 12 mánuðum lífsins. Fóðrið okkar er sérstaklega sniðið til þess að veita orku fyrir frumur í vexti, styðja mikla virki og til þess að mæta kröfum smárra munna og tanna og minna ummáli maga.
  • Vertu raunsæ/r. Nýr kettlingur mun ekki vera mjög auðveldur. Kettir hafa mikla orku. Eftir því sem þeir kanna nýja heimilið gætu þeir notað pottaplöntu sem klósett eða velt einhverju við í gleðinni. Ef þetta hljómar of mikið vesen fyrir þig skaltu hugsa þig tvisvar um áður en þú færð þér kettling.
  • Að velja réttu leikföngin. Kettlingar eru líklegri en fullorðnir kettir til þess að bíta, narta og klóra þegar þeir leika. Bestu leikföngin eru þau sem hendurnar þínar eru ekki nálægt þegar kötturinn stekkur á leikfangið. Sumir öruggir valkostir eru t.d. mjúk leikföng eins og fjaðrir eða boltar – þeim mun meira skopp þeim mun betra. Forðist leikföng með skarpar brúnir, þræði eða hluta sem kötturinn þinn gæti gleypt.
  • Fylgstu með. Ekki skilja barn og kettling eftir án eftirlits fyrr en þú ert handviss um að þau geti leikið vel saman.