Að gera garðinn hundheldan | Eukanuba

Að gera garðinn hundheldan

Garðurinn þinn er frábært svæði fyrir hundinn þinn til að hlaupa um og skoða og fyrir þig og hundinn til þess að leika saman. Að gera garðinn hundheldan er góð leið til þess að vita að hundurinn er öruggur í umhverfi sínum jafnvel þó þú þurfir að skilja hann eftir þar um stund.

Hér eru nokkur ráð um hvernig er hægt að gera garðinn hundheldan:

  1. Girðingar: Flest okkar notast við girðingar úr málmi eða viði til þess að koma í veg fyrir að hundarnir fari á flakk en tryggðu að engar beittar brúnir eða flísar séu í girðingunni þinni sem gætu skaðað hundinn. Einnig gæti verið gott að hafa hundinn með öryggishálsól opnast við átak sem þýðir að ef hann festir sig í bandi (ef hann er bundinn í garðinum) getur hann losað sig.
  2. Efni: Margar tegundir áburðar og illgresiseyða er hægt að fá sem eru örugg fyrir gæludýr svo lengi sem leiðbeiningum framleiðanda er fylgt, aðrar tegundir geta valdið veikindum. Vertu viss um að lesa vel á umbúðirnar áður en þú notar efnið í garðinn. Þegar efnin eru ekki í notkun gættu þess þá að þau séu geymd á öruggum stað þar sem hundurinn nær ekki til.
  3. Plöntur: Sum af uppáhaldsblómum og runnum garðeigandans geta verið skaðleg þegar hundar innbyrða þau. Þar á meðal eru túlípana og páskalilju laukar, ýviður og liljur. Skiptu þessum tegundum út fyrir aðrar uppáhaldstegundir, eða plantaðu þeim í blómakassa í hæð sem hundurinn nær ekki í. Verndaðu blómin með þunnu vírneti, nánast ósýnilegri vörn sem mun draga úr hundinum þínum en á sama tíma getur þú enn notið blómanna.
  4. Áhöld: Hundar eru forvitnar veru og munu að öllum líkindum vilja rannsaka öll garðáhöldin þín. Sláttuvélar og orf eða sagir ætti aldrei að skilja eftir þar sem gæludýrið nær til – vertu viss um að þau séu lokuð inni í skúr eða á öðrum öruggum stað og vertu meðvituð/aður um gæludýrið meðan áhöldin eru í notkun.
  5. Vatn: Hundar elska að dýfa sér út í vatn en stundum geta háir veggir sundlauga eða heitra potta verið of háir fyrir hundinn til að klifra örugglega uppúr. Einnig ef þú ert með tjörn er líklega góð hugmynd að setja net yfir tjörnina til að tryggja öryggi fiskanna. Gættu þess að öll vatnssvæði séu vel girt af eða lok yfir þegar þú ert ekki á svæðinu.