Hundaeigandi í fyrsta sinn | Eukanuba

Að eignast nýjan hvolp

Til hamingju með að vera stoltur eigandi nýs hvolps! Að bjóða nýjan hvolp velkominn á heimili þitt er dásamleg upplifun. Hið sérstaka, nána samband sem þú munt mynda við hvolpinn mun endast til æviloka.

Að sjálfsögðu muntu þjálfa hvolpinn þinn í réttri hegðun, en umfram allt er mikilvægt fyrir hvolpinn að upplifa ástúð, traust og öryggi á nýja heimilinu og gagnvart fólkinu sem mun verða nýja fjölskyldan hans.

Í fyrstu skaltu byrja á nokkrum atriðum til að hjálpa hvolpinum að venjast nýja heimilinu.

 • Fáðu hvolpinn heim þegar ró er á heimilinu og ekki gestir. Veldu einnig tíma þar sem rútínan er líkust því sem hún er venjulega. Á fyrstu vikunni ertu að byrja að kenna hvolpinum hverjir eru í fjölskyldunni og að kenna honum að treysta þér.
 • Sjáðu hvolpinum fyrir búri og einhverju rými sem er hans. Þetta hjálpar honum að finna til öryggis og hann mun smám saman kanna það sem eftir er af nýju umhverfi sínu.
 • Hafðu yfirumsjón með hvolpinum öllum stundum og leiktu við hann nokkrum sinnum á dag. Þú munt fljótlega sýna að þú ert leiðtogi hópsins.
 • Farðu með hvolpinn út að gera þarfir sínar á nokkurra tíma fresti, strax eftir mat, drykk, svefn og leik (fylgstu vel með merkjum eins og þefi og að ganga í hringi). Þú skalt aldrei refsa nýja hvolpinum fyrir slys, þess í stað skaltu hrósa hvolpinum þegar hann gerir sitt á viðeigandi stað úti.

Umhverfisþjálfun hvolpa

Rétt eins og börn eru hvolpar ekki fæddir með þá félagshæfileika sem þarf til þess að búa með fjölskyldu sinni hvort sem er átt við hunda- eða manna. Þess vegna er mikilvægt að hvolpurinn þinn sé ekki aðeins hlýðinn heldur einnig vinsamlegur við allskonar fólk og dýr. Hér eru nokkrar tillögur til þess að aðstoða við að koma þér af stað.

Að hitta nýtt fólk

Heimurinn er fullur af ólíkum einstaklingum svo það er nauðsynlegt að hvolpurinn þinn geti umgengist aðra. Þú getur verðlaunað fjórfætta félagann með nammibitum þegar hann sýnir æskilega hegðun.

 • Byrjaðu á að kynna hvolpinn þinn fyrir rólegum vinum heima hjá þér í stuttan tíma í senn. Þegar gestir heilsa hvolpinum þínum fáðu þá gestina til þess að beygja sig niður og leyfið hvolpinum að nálgast gestinn á sínum eigin hraða. Það veitir hvolpinum meiri tilfinningu fyrir því að hafa stjórn á aðstæðunum.
 • Þegar hvolpurinn þinn er orðinn góður í "heima" heimsóknum skaltu prófa að fara með þá á meiri almenningssvæði. Leyfðu hvolpinum að ákveða hvern skal hitta og hversu lengi. Þú skalt aldrei þvinga dýrið þitt í aðstæður þar sem það sýnir hræðslu (gættu þess að manneskjan sem hundurinn nálgast vilji láta heilsa sér; sumir eru hræddir við hunda — jafnvel hvolpa).
 • Kynntu hvolpinn þinn fyrir fólki af mismunandi kynþáttum, útiliti (með/án skeggs, gleraugna), aldri og í mismunandi störfum þar sem sumir hundar gætu þróað með sér fælni gagnvart fólki sem lítur ekki út eins og þú og virkar þar af leiðandi "óvanalegt" gagnvart hundinum (bréfberinn mun þakka þér síðar).

Að hitta börn

Þú ættir ekki að vera í neinum vandræðum með að hvetja börnin þín til að leika við nýja hvolpinn. Þrátt fyrir það ættir þú að stýra aðstæðum í fyrsta sinn sem hvolpurinn á í samskiptum við börnin. Jafnvel þó það séu ekki börn á heimilinu þínu er nauðsynlegt að venja hvolpa við börn. Ef hundar eiga ekki samskipti við börn snemma á ævinni getur myndast óörugg hegðun gagnvart þeim síðar. Lítil börn sem hlaupa um með hávær hljóð geta kallað fram veiðieðlið í hundum sem eru ekki vanir börnum.

 • Kenna ætti börnum að hvolpurinn er ekki leikfang eða dúkka og að ekki ætti að trufla hvolpinn þegar hann er í hvíld eða sofandi.
 • Engir harkalegir leikir eða stríðni. Að toga í skott getur leitt til óæskilegra venja eins og að stökkva upp eða jafnvel að bíta.
 • Verið blíð. Segið börnunum að ekki megi öskra á hvolpinn, jafnvel þó hann geri eitthvað rangt. Útskýrið að hundum getur brugðið við hávær hljóð.

Að umgangast aðra hunda

Jafnvel hvolpar sem halda þeir séu næstum manneskjur þurfa að læra að umgangast aðra hunda. Í það minnsta muntu mæta öðrum hundum í göngutúrum. Leyfðu vinalegt þef og smá leik en dragðu ykkur til baka ef hvolpurinn virðist hræddur.

Að umgangast önnur gæludýr

Kannski verða hvolpurinn þinn og kötturinn aldrei bestu vinir en þú getur amk hvatt þá til þess að umbera hvorn annan. Með því að hafa nýliðann í búri og að leyfa dýrinu sem bjó fyrir á heimilinu að nálgast nýja dýrið í gegnum búrið. Smám saman skaltu lengja heimsóknartímann áður en þú leyfir þeim að hittast augliti til auglitis.

Hafðu yfirumsjón með samskiptunum þar til þú ert orðinn viss um að vel fari. Vinsamlegast hafðu í huga að sama hversu vel umhverfisþjálfaður og hlýðinn hvolpurinn þinn er eru allar líkur á því að hann reyni að elta önnur dýr til þess að leika. Þú getur leyft hvolpinum þínum að þefa rólega af smærri gæludýrum eins og hamstri, kanínu eða naggrís á meðan þau eru enn í búrinu sínu svo þau upplifi sig örugg.

Að takast á við nýja reynslu

Allt sem veldur hávaða eins og ryksugan, bíll eða þvottavél getur verið hræðsluvaldandi fyrir ungan hvolp. Til þess að forðast að hræða hvolpinn skaltu kynna hann smám saman fyrir nýjum upplifunum.

Leyfðu þeim að skoða hlutinn án þess að hann sé í gangi. Næst skaltu hafa hvolpinn í öruggri fjarlægð meðan þú kveikir á tækinu í augnablik svo hann heyri hljóðið sem kemur frá þv´í. Eftir að slökkt hefur verið á tækinu skaltu standa við það og kalla hvolpinn til þín. Verðlaunaðu hvolpinn. Endurtaktu þessa æfingu og lengdu tímann þar sem hljóðið er í gangi. Að lokum skaltu kalla hvolpinn til þín með hljóðið í gangi. Þeir skilja loks að hávær heimilistæki skapa ekki hættu.

Skráðu þig á hvolpanámskeið til að aðstoða við frekari þjálfun og til þess að fá stuðning og ráðgjöf með hvers kyns vandamál.

Að minnka aðskilnaðarkvíða hvolps

Flestir hvolpar læra á nýja lífið sitt skömmu eftir að þeir koma til nýju fjölskyldunnar, þrátt fyrir það getur það að vera aðskilinn frá fjölskyldunni valdið sumum hvolpum kvíða. Hér eru nokkur atriði sem hægt er að prófa til að hjálpa:

 • Sýndu skilning. Hvolpar sem þjást af aðskilnaðarkvíða eru ekki að haga sér illa eða reyna vera erfiðir. Aldrei skal refsa þeim eða einangra.
 • Veittu hvolpinum þínum öruggan stað. Hundabúr eða gerði eru frábær leið til þess að veita hvolpinum þínum stað á heimilinu þar sem hann upplifir öryggi og þægindi.
 • Vertu viss um að hvolpurinn hafi fengið næga útrás. Ef hann er þreyttur eru meiri líkur á að hann sofni og hafi því ekki áhyggjur af því hvar þú ert.
 • Beindu hegðuninni annað. Feldu nammi fyrir hvolpinn til að finna áður en þú ferð eða láttu hann fá leikfang (þetta þarf þá líka að gera á öðrum tímum til þess að nammið eða leikfangið verði ekki vísbending um brottför).
 • Ekki gera mikið úr brottför eða heimkomu. Reyndu að hunsa hvolpinn í 10-15 mínútur áður en þú ferð, ef rödd og líkamstjáning gefa til kynna að þetta sé ekkert stórmál gæti hvolpurinn farið að trúa þér.
 • Kenndu hvolpinum að umbera það að þú farir og komir. Gefðu honum verðlaun og farðu svo að heiman í mínútu eða tvær. Hvolpurinn mun fara tengja brottför þína og góða hegðun sína við að fá verðlaun. Lengdu tímann sem þú ert í burtu smám saman þar til hann lærir að þola einveruna betur.