Að annast um eldri hunda | Eukanuba

Umönnun eldri hunda

Hundurinn þinn hefur gengið með þér í gegnum allskonar svo það er mikilvægt að skilja hvernig þú getur sem best annast um hann í ellinni. Hér eru nokkrar ábendingar fyrir umönnun besta vinarins.

Hversu vel eldist hundurinn þinn?

Allir hundar eru misjafnir og lífslíkur misjafnar milli tegunda og vegna margra annarra þátta. Þrátt fyrir að þú vitir aldur hundsins er erfiðara að vita hversu vel hann er að eldast.

Dýralæknar skoða líffræðilegt ástand hundsins. Þeir hafa komist að því að flestir fara sýna merki öldrunar í kringum sjö ára fyrir smáhunda og miðstærðar tegundir og í kringum fimm ára í stórum og risavöxnum tegundum. Sýnileg merki gætu verið líflaus eða þurr feldur, flasa, stífleiki í liðum, minnkuð orka, þyngdaraukning, aukin vatnsdrykkja, meltingarvandamál og vöðvarýrnun.

Erfðir og umhverfi spila stórt hlutverk í því hversu hratt hundurinn þinn eldist en þú getur samt haft mikil áhrif á heilsu þeirra. Með því að fóðra með hágæða hundafóðri, sérsniðnu að þörfum þeirra aldursskeiðs getur þú hjálpað þeim að viðhalda ákjósanlegu líkamsástandi.

Rétta fóðrið fyrir miðaldra hunda og öldunga

Hundar á öllum aldri þurfa sömu grunn næringarefnin í fóðrinu sínu en eftir því sem þeir eldast þurfa þeir annað magn ákveðinna innihaldsefni til þess að styðja við heilsu þeirra.

Aldurinn sem hundurinn þinn telst vera orðinn miðaldra eða öldungur fer mjög eftir stærð tegundarinnar en sem grófleg áætlun má miða við að hundur teljist miðaldra 7 ára og öldungur frá 9 ára aldri.

Hér er það sem er gott að leita eftir þegar fóður er valið fyrir eldri hunda:

  • Hágæða prótín: Stórt hlutfall fóðursins ætti að vera prótín. Vertu viss um að það komi úr dýraríkinu eins og t.d. kjúklingur frekar en úr jurtaríkinu. Prótín er nauðsynlegt þar sem líkaminn nýtir það til að byggja upp og viðhalda vöðvum.
  • Fita: Veldu fóður með að minnsta kosti 10% fituhlutfalli. Hún ýtir undir heilbrigða húð og feld og veitir líka líkamanum nauðsynlegar fitusýrur. Aldrei skyldi skera fitu alveg niður.
  • Trefjar: Veldu vörumerki sem inniheldur ekki meira en 5% trefjar. Það styður við heilbrigða meltingu og hvetur til upptöku nauðsynlegra næringarefna með því að stuðla að góðri meltingarheilsu.
  • Andoxunarefni: Þessar snjöllu sameindir verja ónæmiskerfið með því að hreinsa úr sindurefni sem eyðileggja frumuveggi og DNA.

Breytt matarlyst eldri hunda

Eftir því sem hundar eldast geta þeir haft minni áhuga á að nærast. Þeir gætu verið að brenna minni orku og matarlystin að minnka í samræmi við það. Það eru ýmsar mögulegar ástæður fyrir minnkaðri matarlyst, svo sem tann- og munnvandamál svo ef hundurinn þinn sýnir skyndirlega breytta hegðun er best að fara með hann í skoðun til dýralæknis.

Lykillinn að því að fóðra eldri hundinn þinn vel er að finna fóður pakkað af næringarefnum sem hundurinn þinn kann að meta. Leitaðu að fóðri sem hjálpar til við að lágmarka álag á liði, nýtist vel fyrir tannheilsu og meltingu.

Skipulag máltíða fyrir eldri hunda

Þar sem eldri hundar éta yfir leitt minna en þeir sem yngri eru gæti verið gott að skipta matarskammti dagsins upp í tvær eða þrjár máltíðir. Prófið að gefa morgna og kvölds eða hefðbundinn morgun-, hádegis- og kvöldmat.

Með því að fóðra aðeins á ákveðnum tímum er maturinn í skálinni ekki jafn yfirþyrmandi auk þess sem hann er líklegri til að vera ferskari og meira aðlaðandi. Tímasettir matartímar hafa að auka þann ávinning að auka efnaskipti sem hjálpar hundinum þínum að viðhalda ákjósanlegri þyngd. Þó dagatalið segi að hundurinn þinn sé tilbúinn á eftirlaun þarf líkami þeirra ekki að vera það.

Hjá EUKANUBA framkvæmdum við yfirgripsmikla rannsókn með alvöru hundum sem sýndi að framúrskarandi næring okkar ásamt viðeigandi umönnun getur hjálpað hundum að lifa lengur en það sem telst eðlilegt fyrir þeirra tegund*. Með því að gefa fóður sem er sérstaklega sniðið að þörfum hundsins út frá lífsskeiði hans hjálpar þú honum að upplifa sig ungan.

Enda er hellingur af lífinu sem á eftir að lifa.

*Ótrúlegt langlífi í labrador (15,6 ár) er skilgreint sem það að lifa meira en 30% lengur en það sem teljast almennar lífslíkur eða 12 ár