Á veiðum

Hvort sem er að veiða kvöldmatinn eða að stökkva á eftir ryk-kanínum, elska kettir eltingaleik. Stórir kettir eins og ljón og blettatígrar læra að veiða bráð sína á sama hátt og litlir kettir: þeir æfa sig. Þeir ná tökum á grunnatriðum þess að elta, stökkva og tæta í gegnum daglegan leik.

Frá því þegar kettlingur teygir sig upp á óstöðugum afturfótunum til þess að sjá betur yfir leikfélagana þar til hann verður fullorðinn virðist hann aldrei hætta heillast af hreyfingu, ljósi og skugga og því sem kemur á óvart.

Að æfa sig að læðast

Eins ótrúlegt og það hljómar þurfa kettir að æfa sig í að læðast. Í hinu villta missa kettir oft af máltíð vegna þess að bráðin nær að hlaupa hraðar og lengra en þeir. Eini valkostur kattarins er þá að treysta á innbyggðan hæfileikann til að blandast umhverfinu og að vera grafkyrrir þar til óvarkárt skotmark gengur hjá.

Kettir hafa ótrúlegustu hæfileika sem þróast með aldrinum. Auga fullvaxta kattar nemur þrisvar sinnum meira ljós en auga mannsins. Þeir heyra líka fimm sinnum betur en við. Í raun er heyrn kattarins þrisvar sinnum betri – sérstaklega þegar kemur að háum tónum – heldur en heyrn jafnvel næmustu hunda.

Elta, ná og klóra

Þrátt fyrir að þeir þurfi ekki að veiða sér til matar njóta tamdir kettir þess að veiða í leik. Rétt eins og að æfa íþrótt getur hjálpað fólki að viðhalda lífsþrótti og virkni heldur leikur köttum á öllum aldri heilbrigðum og í góðu líkamlegu ástandi. Leikur hjálpar einnig mikið til að vinna á leiða sem leiðir oft til misvinsælla uppátækja.

Kattaeigendur ættu að sjá gæludýrunum sínum fyrir hvatningu til leikja og vera viss um að hafa úrval leikfanga í boði til þess að viðhalda hvatningu til líkamlegrar útrásar. Án þessarar útrásar gætu kettir farið að skemma eða hreinlega misst alla orku.

Svo næst þegar kötturinn þinn reynir að fá þig í leik skaltu ekki hika við að skemmta þér. Eftir allt þurfa litlir kettir rétt eins og stórir þá örvun sem fæst með leik til að vera í sínu besta ástandi.