Þarf eldri hundurinn minn fæðubótarefni? | Eukanuba

Þurfa eldri hundar fæðubótarefni

Við elskum vítamínin og steinefnin okkar og mörg okkar taka einhver fæðubótarefni daglega. Vítamína og ofurfæðisiðnaðurinn hefur blómstrað síðustu ár en eru þetta jafn mikilvæg efni fyrir hundinn þinn?

Eldri hundar þurfa annað hlutfall vítamína og steinefna en yngri félagar þeirra en þú þarf ekki að hafa áhyggjur af því að bæta einhverju við fóðrið þeirra. Með því að fóðra hundinn þinn á sérsniðnu hágæða fóðri mun það innihalda allt sem hann þarf til þess að styðja við ákjósanlegt líkamsástand.

Að gefa hundinum þínum "mannamat" eða önnur viðbætt efni getur truflað jafnvægið í næringunni í hundafóðrinu. Þau geta jafnvel komið í veg fyrir að hundurinn þinn nái að taka upp þá næringu sem hann þarf, og skilið hann eftir með illt í maganum — eða jafnvel með bein og liðvandamál. Það eru sumar fæðutegundir sem eru eitraðar hundum og ætti aldrei að gefa þeim, svo sem laukur, hvítlaukur, avocado, vínber og súkkulaði.

Leitaðu að fóðri sem er 100% heilfóður og vel samsett. Það þýðir að það innihaldi alla þá næringu sem hundurinn þinn þarf fyrir heilbrigt og virkt líf frá miðjum aldri og frameftir og að þú þurfir ekki að gefa honum neitt aukalega.

Hverju á að leita eftir í fóðri fyrir miðaldra hunda og öldunga

Miðaldra hundar, almennt á aldrinum 6-9 ára eftir stærð þeirra teljast vera á miðjum aldri lífs síns. Miðaldra hundur gæti verið farinn að hægja aðeins á sér frá því þegar hann var hvolpur eða fullorðinn hundur og gæti þurft öðruvísi næringu úr fóðrinu sínu. Eins eru öldungará elsta stigi lífs síns frá ca. 9-11+ ára og þurfa mun meira prótín til þess að viðhalda vöðvamassa sínum og til þess að styðja við líffæri og ónæmiskerfið þeirra.

  • Fyrsta innihaldsefnið ætti að vera hágæða dýraprótín (t.d. kjúklingur, lamb eða fiskur), frekar en jurtaprótín. Prótín er nauðsynlegt þar sem líkaminn notar það til að byggja og viðhalda vöðvamassa sem heldur hundinum þínum ekki aðeins grönnum heldur styður einnig við liðina.
  • Fita er mikilvæg þar sem hundar nota hana sem aðal orkugjafa sinn. Mataræðið ætti að innihalda aðeins lægra magn fitu en fyrir yngri hunda þar sem þeir eru líklega ekki alveg jafn virkir. Fita styður einnig heilbrigða húð og feld og veitir nauðsynlegar fitusýrur.
  • Fæða fyrir góðgerla: Leitaðu að FOS (fructooligosaccharides) sem er fæða fyrir góðgerla. Það ýtir undir heilbrigða meltingu og styður einnig við heilbrigt ónæmiskerfi.
  • Andoxunarefni Hágæða fóður mun innihalda andoxandi vítamínin E- og C- og beta karótín sem styðja við ónæmiskerfið.
  • L-karnitín - Þetta næringarefni virkar sem náttúrulegt fitubrennsluefni sem hjálpar til við að viðhalda ákjósanlegu líkamsástandi í eldri hundum.
  • Tannhreinsiefni – Fóður sem inniheldur tannhreinsandi steinefni mun hjálpa til við að hafa stjórn á uppsöfnun tannsteins sem heldur tönnum og gómum heilbrigðari í eldri hundum. Í EUKANUBA fóðrinu finnur þú einstakt DentaDefense efni okkar í öllu fullorðinsfóðri til þess að hjálpa til við að halda tönnum hreinum og heilbrigðum.