Um okkur | Eukanuba

Um okkur

Saga okkar

EUKANUBA var stofnað af IAMS fyrirtækinu árið 1969. Stofnandi þess, Paul F Iams stofnaði EUKANUBA út frá þeirri næringarlegu heimspeki að hundar og kettir þróuðust út frá kjötætum og ætti því að fóðra í samræmi við það.

Þess vegna notum við aðeins hágæða dýraprótín (yfirleitt kjúkling eða lambakjöt) sem aðal prótíngjafann í EUKANUBA fóðrinu okkar.

Þrotlaus vinna okkar við nýsköpun og framlag okkar til vísinda næringarfræði hefur hjálpað milljónum gæludýra að vera þau bestu sem þau geta verið. Línan okkar í næringarvörum inniheldur sérstakt sjúkrafóður fyrir dýralækni og sérsniðna næringu fyrir mismunandi skeið lífsins, stærðir, viðkvæmni og virkni.

Þekkt um allan heim

EUKANUBA býr yfir þekkingu og virðingu fyrir þeim mismunandi næringarþörfum sem hundar hafa á mismunandi skeiðum lífssins sem hefur leitt til samstarfs með ræktendum og dýralæknum og samtökum þeirra.  Við erum í samstarfi með mörgum hundaræktarfélögum í Evrópu og við vinnum einnig í samstarfi við nokkur mjög þekkt og mjög vel treystum samtökum eins og Federation Cynologique Internationale.

Gæðaloforð

Hjá EUKANUBA eru við líka gæludýraeigendur og unnendur. Við vitum að bæði áreiðanleiki og öryggi Eukanuba vara er mjög mikilvægt, og við höfum eytt áratugum í að fullvissa okkur um að vörur okkar séu af hæsta gæðaflokki, sem byrjar á innihaldsefnum þeirra.

Eftirlit óháðra starfandi sérfræðinga tryggir að við viðhöldum hæstu gæðaferlum og notum prófanir sem eru sambærilegar þeim sem eru framkvæmdar fyrir matvæli til manneldis. Þetta magn prófana gerir þér kleift að fóðra gæludýrin þín með hugarró.

  • Við erum föst á því að nota aðeins hágæða innihaldsefni, með dýraprótín sem kjarnann í okkar vörum.
  • Við getum rakið innihaldsefnin okkar aftur til uppruna þeirra og aðal innihaldsefnin okkar - prótín, kornmeti og fita kemur frá Evrópu, Nýja-Sjálandi og Bandaríkunum.
  • Við framkvæmum strangar prófanir á hverju stigi framleiðslunnar með 120 gæðaprófunum.
  • Birgjarnir okkar eru vandlega valdir. Margir birgjanna okkar eru langtíma samstarfsaðilar sem hafa unnið með okkur árum saman, en við athugum ennþá hverja sendingu frá hverjum birga og förum fram á gagnsæja vottun á öllum innihaldsefnum.
  • Við höfum boðið inn óháðum sérfræðingum til úttekta og höfum fengið óháðar vottanir. Við erum nú vottuð samkvæmt heimsþekkta IFS matvælavottunarkerfinu sem er oft notað í framleiðslukeðjum matvæla fyrir fólk.