Styður vinnandi spaniel í Skotlandi | EUKANUBA

Styður vinnandi spaniel í Skotlandi

Nafn ræktanda: David Hamilton

Staðsetning: Dumfries og Galloway, Skotland

David Hamilton hefur verið spaniel áhugamaður í yfir 30 ár og síðustu 15 ár hefur hann keppt í veiðiprófum með spaniel hundana sína. Þarfir topp vinnuhunds þýða að ekki er í boði að slaka á gæðakröfum þegar kemur að fóðri. Þeir þurfa að vera í ákjósanlegu líkamsástandi með góðan vöðvamassa, góðan og heilbrigðan feld og fóðrið þarf einnig að mæta aukinni orkuþörf þeirra.

Skipt yfir í Eukanuba

Í langan tíma barðist David við að halda vinnuhundunum sínum í sem bestu ástandi til að keppa í erfiðustu prófunum. Þrátt fyrir að þeir væru alltaf í fínu formi og tilbúnir að hlaupa vantaði upp á úthaldið. Í gegnum árin hefur hann notað margar tegundir fóðurs allt frá ódýrari vörumerkjum úr stórmörkuðum yfir í dýrari vörumerkin.

 

David skipti yfir í EUKANUBA Premium Performance vinnufóður eftir heimsókn frá ræktendafulltrúa EUKANUBA. David var mjög hrifinn af þeim óvenju háu gæðastöðlum sem við fylgjum, sem veita samkvæmni í hverjum skammti. Þessi gæði eiga einnig við innihaldsefnin sem eru notuð. Prótínið í fóðrinu okkar er hágæða dýraprótín eins og kjúklingur, lambakjöt og fiskur. David sá fljótt mun á hundunum sínum eftir að hann skipti um fóður.

"Innan aðeins tveggja vikna frá því að ég byrjaði að gefa EUKANUBA sá ég mikinn mun á feldi og vöðvum. Úthaldið jókst og þeir skiluðu meiru í vinnu. Þeir voru meira vakandi, almennt skarpari og fóru að vinna sér inn verðlaun í veiðiprófum".

David notar nú EUKANUBA fyrir alla hundana sína. Að auki elur hann hvolpana sína upp á EUKANUBA Puppy Medium fóðri fyrir hvolpa í miðstærð og staðfestir að þeir eru heilsuhraustir, öflugir og fullir af orku.

"Ég get ekki mælt nóg með EUKANUBA fyrir ræktendur og þjálfara hunda af öllum tegundum" sagði David "Það getur bætt líkamsástand hundanna ásamt því að við sáum þá jákvæðu virkni að úrgangurinn (skíturinn) frá þeim varð mun minni".