Saga Dylans | Eukanuba

Saga Dylan

Hj´á EUKANUBA erum við stolt af því að veita gæða næringu sem byggist upp í gegnum hvert skeið lífsins. Kynnumst Dylan, hann er líflegur flat-coated retriever sem hefur nærst á EUKANUBA síðan hann var hvolpur.

Nafn: Dylan

Aldur: 7

Býr í: Vestur Sussex

Uppáhalds leikfang: Tennisbolti

Dylan er sjö ára flat-coated retriever sem býr í vestur Sussex með eigendum sínum, Mike og Sara ásamt öðrum flat-coated retriever hundi parsins hinum 13 ára Apollo.

Dylan kom til nýju fjölskyldunnar sinnar sem hvolpur. Mike og Sarah vissu að þau vildu halda áfram með tegundina sem þau elskuðu og höfðu sérstakar óskir um hund með hinn óalgenga lifrarlit frekar en þann venjulega svarta. Eftir leit í gegnum alla ræktendur flat-coated retriever á svæðinu fundu þau loks einn lifrarlitaðan rakka - þann yngsta í 13 hvolpa goti.

Eins og flestir hundar elskar Dylan að hlaupa. Hann eltir hamingjusamur tennisboltann sinn tímunum saman – jafnvel út í sjó!

Ferðalag Dylan með EUKANUBA

Dylan var gefið EUKBANUBA puppy hvolpafóður þegar hann var lítill. Það veitti honum alla þá orku sem hann þarfnaðist til að vaxa og þroskast. Ásamt því að herma eftir öllu sem eldri hundurinn, Apollo gerði lærði Dylan fljótt að haga sér með hjálp DHA - það er í öllu EUKANUBA hvolpafóðri og hjálpar hvolpum að læra og verða auðþjálfanlegri.

Skínandi og heilbrigður feldur

Flat-coated retriever hundar eru með síðan íburðarmikinn feld svo það er nauðsynlegt að hann sé í frábæru standi. EUKANUBA inniheldur ákjósanlegt hlutfall Omega-6 og Omega-3 fitusýra sem stuðla að skínandi feldi sem virkar heilbrigður og það er svo sannarlega áberandi hjá Dylan.

 

"Ég fæ svo mikið hrós fyrir feldinn á Dylan" segir Mike "og ég held það sé vegna gæðanna í fóðrinu. Ytri merkin um heilbrigðan hund endurspegla mjög hvað þú gefur þeim."

Rétti stuðningurinn fyrir bein og liði

Rétt eins og með heilbrigðan og skínandi feldinn að utan geta eigendur Dylan verði viss um að hann er að fá öll réttu næringarefnin að innan líka. Í kringum 18 mánaða aldur var Dylan færður yfir á EUKANUBA fullorðinsfóður. Það veitir honum rétt hlutfall prótíns og fitu til að byggja upp vöðvamassa, ásamt kalki og glúkósamíni til þess að halda beinum og liðum heilbrigðum.

Það er sérstaklega mikilvægt fyrir stærri tegundir þar sem þær eiga til vandkvæði með liði seinna í lífinu. 

Að haldast í ákjósanlegu líkamsástandi

Nú þegar Dylan hefur náð sjö ára aldri gefa Mike og Sarah honum EUKANUBA fyrir miðaldra hunda. Bragðgóð uppskriftin er rík af ferskum kjúklingi og hjálpar Dylan að viðhalda vöðvamassa til þess að halda honum í sem bestu formi fyrir langt og heilbrigt líf.

"Ein mesta gleðin við að eiga hund er að sama hversu erfiðan dag þú hefur átt er hann alltaf glaður að sjá þig þegar þú kemur inn um dyrnar. Með aðstoð EUKANUBA hlökkum við til að eyða mörgum góðum árum áfram með Dylan okkur við hlið." Mike