Sönnun á langlífi | Eukanuba

Sönnun á langlífi

Kynnstu Utah, 17 ára

Með EUKANUBA og viðeigandi umönnun

Til þess að öðlast meiri skilning á þeim áhrifum sem næring hefur á langlífi hóf EUKANUBA tíu ára rannsókn sem tók til 39 einstakra labrador hunda.

Fylgst var með heilsu þeirra og langlífi og niðurstöðurnar voru án fordæma - næstum 90% labrador retriever hundanna sem voru fóðraðir á EUKANUBA ásamt því að fá viðeigandi umönnun lifðu umfram þann tólf ára aldur sem telst sem almennar lífslíkur tegundarinnar.

Enn ótrúlegra var að næstum þriðjungur (28%) hundanna náðu einstöku langlífi með því að lifa lengur en heil 15,6 ár. Einn hundanna, Utah lifði fram á þann gamals aldur að verða 17 ára og 11 mánaða. Það er samsvarandi um það bil 109 árum í mannsárum.

Hjá EUKANUBA höfum við mikla ´ástríðu fyrir því að hjálpa hundinum þínum að lifa lengra og heilbrigðara lífi með þér. Þess vegna er allt lífsskeiða fóðrið okkar með sérsniðinni næringu sem byggist upp yfir ævi hundsins.

**Ótrúlegt langlífi í labrador (15,6 ár) er skilgreint sem það að lifa meira en 30% lengur en það sem teljast almennar lífslíkur eða 12 ár

 

 

Kynnstu hundunum

 

 Hundur á akri  Hundar hlaupandi á akri.
 Bunny. 16 ára  Clown, 16 ára
 Hundur í háu grasi  Utah
 Iowa, 17 ára  Utah, 17 ára

Langlífiráðið

Við settum saman langlífiráðið, nefnd virtra dýralækna, ræktenda og sérfræðinga í næringu gæludýra. Ráðið samþykkti einstakar niðurstöðurnar sem komu fram og sem hafa endurskilgreint hvernig farsæl öldrun getur litið út hjá hundum.

"Aðeins Eukanuba hefur sýnt fram á að framfarir þeirra í næringarfræði geta hjálpað fleiri hundum að uppfylla genatíska möguleika sína og ná ótrúlegu langlífi. Hágæða næringin í Eukanuba ásamt góðri þjónustu dýralækna og daglegri umhirðu hefur gert hundunum kleift að lifa heilbrigðu, lengra og líflegra lífi" Langlífiráðið

EUKANUBA vörulínan

10 ára rannsókn okkar á langlífi var ómetanleg fyrir þekkingu okkar og hjálpaði okkur að setja saman nýtt úrval uppskrifta. Það hjálpaði okkur að auðkenna hvernig mismunandi næringarhlutar uppskrifta veittu heilsu og velferð sem byggðist upp frá einu lífsskeiði til hins næsta fyrir betri ævilöng áhrif.

Bragðgóðar uppskriftir okkar innihalda öll þau vítamín og steinefni sem hundurinn þinn þarfnast til líkamlegrar velferðar, svo sem fyrir sterk bein og sveigjanlega liði, gljáandi og geislandi feld og heilbrigðar tennur og góma.