Persónuverndarstefna | EUKANUBA

Persónuverndarstefna

Persónuvernd og gagnaverndarstefna


Hjá EUKANUBA leggjum við mikla áherslu á persónuvernd og meðferð trúnaðarupplýsinga, við fylgjum öllum landslögum og evrópskum reglum um gagnavernd.

Fyrir neðan getur þú séð mikilvæga þætti um hvaða upplýsingum og persónulegu gögnum við söfnum og hvernig við meðhöndlum gögnin, þar á meðal hvaða upplýsingum er safnað, hvernig þær eru nýttar og hvernig þeim er miðlað.


1. Söfnun, vinnsla og notkun á gögnum


Eins og með flestar vefsíður getur þú heimsótt síðuna okkar án þess að gefa upp auðkenni þitt eða opinbera nein gögn. Við söfnum upplýsingum varðandi heildarfjölda heimsókna, heildartíma sem eytt er á heimasíðu okkar, síðurnar sem skoðaðar eru og skráningarupplýsingar úr vafranum, einkum IP-tölu og hugbúnaðar-og vélbúnaðareigindir. Þessar upplýsingar eru samandregar þannig að við getum ákvarðað hvernig vefsíðan okkar er tekin í notkun og hvernig það má bæta hana.

Við geymum aðeins upplýsingar og persónuleg gögn (sem vísað er til hér eftir sem "gögn") sem þú deilir sjálfur til dæmis fyrir netpöntun, skráningu eða fyrirspurn í gegnum fyrirspurnarformið okkar - það er nafn þitt, netfang og heimilisfang.

Þegar þú hefur fyrst samband búum við til notendasnið í gagnagrunni okkar. Öll frekari gögn sem þú veitir á síðari stigum verða skráð við þetta notendasnið.

Í þeim tilvikum sem þú afhjúpar gögn annarra einstaklinga, svo sem maka eða vinnufélaga, gerum við ráð fyrir að þú hafir tilskilin leyfi til að birta slíkar upplýsingar.

Notendur yngri en 18 ára skulu ekki gefa út nein gögn eða á annan hátt veita upplýsingar á vefsíðu okkar án samþykkis foreldra eða lögráðamanns.

Nema annað sé tekið fram á þeim tíma sem gögnin eru opinberuð eru slíkar upplýsingar varðveittar hjá okkur og mega aðeins notast við afgreiðslu beiðna og/eða fyrirspurna og/eða annarra mála sem leiddu til einhverra samninga milli þín og okkar t.d. fyrir afhendingu á vörum og vegna greiðslufærslna, svo og vegna tæknilegs stjórnunarlegs tilgangs.

2. Geymsla gagna


Við geymum öll gögn sem þú sendir okkur þar til þú dregur samþykki þitt til baka. Þú hefur rétt á að biðja um eyðingu gagna að hluta eða í heild sinni hvenær sem er. Við munum framkvæma slíkar beiðnir án tafar. Í þeim tilvikum þar sem okkur er lagalega skylt að geyma gögn verður þessum gögnum ekki eytt heldur lokað.

3. Réttur á aðgangi að gögnum


Með skriflegri beiðni er hægt að fá upplýsingar um geymd gögn hverju sinni.

4. Áskrift að póstlistanum okkar


Ef þú gerist áskrifandi að póstlistanum okkar munum við nota þau gögn sem þú hefur lagt fram með samþykki þínu fyrir því að senda fréttabréf í tölvupósti til þín. Nauðsynlegt er að gefa upp netfang, fornafn og eftirnafn. Allar aðrar upplýsingar eru veittar sjálfviljugt og hjálpar okkur að senda tölvupósta sem henta þér betur. Fréttabréfið mun innihalda tilboð í gangi, fréttir og upplýsingar um vörurnar okkar.
Við leitum stöðugt leiða til að bæta þjónustu okkar. Þetta felur í sér að greina þau fréttabréf sem við höfum sent, til dæmis hvort uppgefið netfang sé virkt, hvort fréttabréfið hafi verið opnar, hvaða hlekkir í fréttabréfinu hafi verið opnaðir og hvort það hafi verið einhver viðbrögð eða endursending.Engin gögn verða veitt þriðja aðila. Þú getur afskráð þig af póstlista okkar hvenær sem er og tæki það gildi strax til framtíðar. Þetta er hægt að gera með því að smella á afskrá hnappinn neðst í fréttabréfinu okkar eða með því að senda tölvupóst á þjónustudeild okkar á: info@eu.spectrumbrands.com

5. Vafrakökur

Við notum vafrakökur til þess að bæta upplifun af síðunni okkar og til þess að safna og geyma upplýsingar fyrir markaðssetningar og bestunartilgang. Vafrakaka er lítil textaskrá sem er send í vafrann þinn af vefþjóni og vistuð á harða drifi tölvunnar sem leyfir að vafrinn sé notaður. Kökurnar sem við notum geyma ekki persónulegar upplýsingar en hjálpa til við að búa til notendaforstillingar með dulnefni. Þær geta ekki skemmt kerfið.

Þú getur afvirkjað notkun á kökum hvenær sem er með því að breyta stillingum vafrans þíns.

Kynntu þér frekar vafrakökustefnu okkar hér.

6. Flutningur gagna til þriðja aðila

Við veitum ekki þriðja aðila söfnuð gögn. Einkum, við seljum ekki, leigjum eða skiptum á gögnum nema þar sem slík birting kann að vera nauðsynleg samkvæmt lögum eða eins og lýst er hér á eftir. Í þeim tilfellum að undirverktakar eða umboðsmenn framkvæmi þá þjónustu sem óskað hefur verið eftir frá okkur þurfa samstarfsaðilar okkar að afgreiða gögnin með trúnaði og í samræmi við bráðabirgðaákvæði í lögum um málefni þessara þjónustuaðila. Auk þess eru þeir beðnir um að meðhöndla gögnin þín í samræmi við þessa persónuverndar og gagnaverndarstefnu og viðeigandi lög.

7. Öryggi

Okkur er annt um öryggi gagnanna þinna og notum alla tæknilega og skipulagsmöguleika til að geyma gögnin á þann hátt sem er óaðgengilegur fyrir þriðja aðila.

Öll gögn eru geymd á netþjónum sem samræmast háum öryggisstöðlum og eru verndaðir gegn óviðkomandi aðgangi og misnotkun.

Fyrir frekari upplýsingar varðandi gagnavernd mátt þú hafa samband við okkur sem ábyrgðaraðila beint:

IAMS Europe B.V.
Vosmatenweg 4,
7742 PB Coevorden, Hollandi
Sími 00 800 241 53 414
coevorden@eu.spectrumbrands.com
www.eu.spectrumbrands.com