Hjálpar siberian husky hundum að hlaupa lengra | Eukanuba

Hjálpar siberian husky að hlaupa lengur

Nafn ræktenda: Stuart og Suzanne Alexander

Staðsetning: Skotland og Svíþjóð

Stuart og Suzanne Alexander frá Skotlandi rækta og vinna með siberian husky hunda. Þeir eru hinir fullkomnu vinnuhundar sem hreinlega elska að hlaupa. Sem sleðahundar eru þeir byggðir fyrir úthald og geta innbyrt allt að 10.000 hitaeiningum á dag.

Í Skotlandi vinna Stuart og Suzanne með siberian husky hundana í dráttarvinnu allt árið ásamt því að fara með þá í vinnuferðir erlendis. Á síðustu árum hafa þau farið með hundana til Svíþjóðar í þrjá mánuði þar sem kuldinn og snjórinn undir fæti þýða að þeir geta hlaupið mun lengri vegalengdir.

"Mataræðið er gríðarlega mikilvægt fyrir hundana okkar" sagði Suzanne. "Þeir þurfa orkuríkt fóður sem inniheldur bæði hágæða prótín og fitu."

Hágæða prótín er nauðsynlegt til að byggja upp, viðhalda og endurnýja vöðva á meðan fita er aðal orkugjafinn. Reynsla þeirra segir þeim að rétt hlutfall milli þessara tveggja næringarefna sé mjög mikilvægt.

"Í gegnum árin höfum við prófað nokkrar mismunandi tegundir" sagði Suzanne"við höfum rekist á nokkur vandamál, allt frá ósamræmi milli poka yfir í þyngdartap í hundunum okkar. Að ekki sé minnst á slæma þjónustu við viðskiptavini!"

Ástæðan fyrir að skipta í EUKANUBA

Á meðan á einni ferð þeirra til Svíþjóðar stóð tóku þau eftir að margir hundanna þeirra voru að skila frá sér mjúkum hægðum. Það virtist vera að fóðrið sem hundarnir voru á næði ekki að halda í við mikla orkuþörf þeirra. Þetta var eitthvað sem þau vildu bregðast skjótt við.

Þau ákváðu að byrja gefa EUKANUBA Premium Performance vinnufóðrið og voru fljótt ánægð með ákvörðun sína.

"Við erum virkilega ánægð með fóðrið" sagði Suzanne "Það er af háum gæðum og stöðugleikinn er mikill, það inniheldur kjörhlutfall prótíns og fitu. Það sér um vöðvana, viðheldur þyngd þeirra og veitir þá orku sem þeir þarfnast."

Parið er núna á öðrum vetrinum sínum í Svíþjóð og hundarnir hafa ekki sýnt nein merki um mjúkar hægðir. Þau hafa einnig ræktað upp tvö got á EUKANUBA og hvolparnir hafa allir þrifist vel. "Við myndum ekki íhuga að nota neitt annað fóður".

Bestu ráð ræktandans:

  • Þrátt fyrir að geta verið frábær gæludýr þurfa siberian husky hundar mikla hreyfingu og vegna mikils veiðieðlis ættu þeir ekki að vera án taums séu þeir ekki á aflokuðu svæði með mjög hárri girðingu.
  • Þeir eru fæddir til að hlaupa og þrífast á dráttarvinnu – hvort sem er að draga sleða, dráttarhjól, vespu, hjól eða bara hlaupa þér við hlið. Hafið þó í huga að í heitara loftslagi geta siberian husky hundar auðveldlega ofhitnað.     
  • Þeir þurfa einnig mikla útrás fyrir hugann og þú munt þurfa mjög góða ryksugu!