Afhverju EUKANUBA | Eukanuba

Afhverju EUKANUBA

FAGNAÐU LÖNGU, HEILBRIGÐU LÍFI MEÐ HUNDINUM ÞÍNUM

Okkur hefur verið umhugað um gæludýr síðan 1969 – það eru 50 ár í að annast um hunda og ketti! Svo við skiljum hvers þau þarfnast til að lifa löngu og heilbrigðu lífi þér við hlið.

Bragðgóðar uppskriftir okkar veita sérsniðna næringu fyrir hundinn þinn til þess að halda honum í ákjósanlegu líkamsástandi í gegnum hvert skeið lífsins. 
 
Svo hvort sem þú vilt veita hvolpinum þínum rétt upphaf í lífinu, eða vilt veita öldungnum þínum bestu umönnunina, veitir EUKANUBA þínum besta vini alla þá næringu sem þeir þurfa.

Ákjósanlegt líkamsástand - Hvað það þýðir fyrir hundinn þinn

Hjá EUKANUBA höfum við ástríðu fyrir því að halda þínum trygga vini í sínu besta mögulega formi. Þess vegna eru allar uppskriftir okkar sérsniðnar að mismunandi lífsskeiðum og stærðum hunda, þær hjálpa til við að styðja hundinn þinn í að uppfylla sína mestu möguleika.

Sambandið sem þú átt við hundinn þinn virkar í báðar áttir - tenging. Og eins og í öllum nánum samskiptum gildir að því meira sem þú gefur, því meira færðu til baka. Þess vegna gegnir þú líka mikilvægu hlutverki.

Að halda hundinum þínum í ákjósanlegu líkamsástandi þýðir að hirða um allt sem þú getur séð, eins og heilbrigðan feld og hreinar tennur ásamt því sem þú ekki sérð eins og ónæmiskerfi hundsins og liðheilsu.

Uppskrift til að styðja við langt og heilbrigt líf

Hjá EUKANUBA notum við aðeins hágæða dýraprótín og við notum aldrei prótínþykkni úr jurtaríkinu í uppskriftir okkar. Við notum fæðu fyrir góðgerla og sérsniðna blöndu nauðsynlegra vítamína og steinefna, knúin áfram af áratuga reynslu okkar.

Við leitum okkar hráefna vandlega og framkvæmum yfir 120 gæðakannanir svo þú getir verið viss um að fá aðeins það besta frá okkur, í hvert skipti.

Fóðrið okkar er einnig jarðvænt þar sem að minnsta kosti 25% af orkunni sem verksmiðjan okkar þarfnast er framleidd í vindmyllum á svæðinu.

Einstök saga okkar

Nafnið okkar EUKANUBA ("jú-ka-nú-ba") var orð sem varð til úr djass menningu fimmta áratugsins. Það var notað yfir eitthvað sem var "toppurinn" eða "framúrskarandi" - hvort sem það var nýjasta lagið eða hraðskreiður bíll.

Árið 1969 var stofnandi EUKANUBA að leita að eftirminnilegu nafni fyrir nýja uppskrift sína að hundafóðri. Gæði fóðursins hans voru ójöfnuð, allt sem hann þurfti næst var nafn sem var alveg jafn sérstakt.

Í dag er EUKANUBA ennþá "toppurinn". Með því að nota hágæða innihaldsefni, er það sérsniðið til þess að veita alla þá næringu sem hundurinn þarf fyrir sína stærð og lífsskeið.  Svo þegar þú grípur poka af EUKANUBA getur þú verið viss um að hundurinn er að fá okkar besta.